Líf annara, gömul saga og ný

Var að ljúka við sögu Þórunnar Magnúsdóttur um líf annarra. Þessi bók verður síðar rædd ásamt fleiri bókum í lestrarfélaginu mínu. Það var skrýtið að lesa þessa bók núna, það er svo langt síðan ég lá í bókum Þórunnar. Ég las þær flestar sem unglingur austur í Breiðdal. Hún skrifaðið þær flestar undir höfundarnafninu Þórunn Elfa Magnúsdóttir, til aðgreiningar frá einhverri Þórunni Magnúsdóttur sem ég veit reyndar ekki hver er. Á þeim tíma þótt Þórunn framsækinn höfundur, hún skrifaði um konur og það var nýlunda. Ég man enn eftir líflegri umræðu um bókina Eldliljuna sem fram fór í einhverju jólaboðinu í Norðurdalnum. Valborg á Þorvaldsstöðum átti þessa bók og lánaði hana nágrönnum. Seinna varð ég tengdadóttir Þórunnar og kynntist henni vel svo á vissan hátt stendur hún mér nærri. En til baka að sögunni um líf annarra.

Bókin kom út 1938 og segir frá stúlkunum Unu, Sigrúnu og Steinunni sem búa í þorpi úti á landi. Við fáum að skyggnast inn í líf þeirra og kynnast þeim. Þær eiga allar ólíka sögu en eitt eiga þær þó sameiginlegt, það er ást í meinum. Reyndar er þetta þó frekar draumur um forboðna ást því allar standast þær freistinguna um að berjast fyrir því að láta þennan draum rætast. Sagan hefst á því þegar fjórða stúlkan, Fríður kemur í þetta sama þorp til að giftast unnusta sínum og setjast þar að. Hún fer í kaffiboð til frænku sinnar og heyrir á tal kvennanna í þorpinu þar rætt er um fólkið í þorpinu og allt lagt út á versta veg. M.a. er rætt um þessar þrjár konur en seinna fáum við að skyggnast inn í líf þeirra hverrar um sig. Umræður kvennanna í kafiboðinu kveikja efasemdir hjá Fríði um ágæti þorpslífsins og hún veltir því fyrir sér hvað þessar konur viti í raun um líf kvennanna sem þær eru að ræða um og  hún verður hrædd um að þorpið geti þrengt að sér. Í  lok sögunnar víkur sögunni aftur að Fríði og unnusta hennar, þar sem Fríður ræðir efasemdir sínar við hann. Fríður er eina stúlkan sem ekki felur innra með sér ást í meinum.

Sagan er lipurlega skrifuð og höfundur veltir upp fjölmörgu sem varðar stöðu kvenna á þeim tíma sem sagan er skrifuð og það er bæði skemmtilegt og fróðlegt. Um leið er sagan að sjálfsögðu barns síns tíma sem speglar bæði sveitarómantík og menntunarþrá alþýðufólks.  Um leið fjölmargt sem varðar stöðu kvenna sem höfundur sér ekki í gegn um. Ekki er ég viss um að þessi bók skili  sér til yngri lesanda því það hefur svo margt breyst í lífi og búskaparháttum en um leið er hún afar góð heimild um það sem einu sinni var veruleiki fyrir flest fólk.

Mér fannst gaman að lesa þessa bók og hugsaði oft til Þórunnar sem var brautryðjandi í að skrifa bækur fyrir konur og þeirra heim. Mér fannst merkilegt að sjá inn í heim þessarar  ungu konu sem ég kynntist seinna sem eldri konu við allt aðrar aðstæður.  (Þórunn var fædd 1909 og var því innann við þrítugt þegar sagan var samin). En ég kem ekki til með að láta staðar numið hér, heldur mun ég nú lesa aftur Eldliljuna og fleiri sögur sem ég las ung. Það verður spennandi. Ég hef líka mikið breyst síððan þá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athyglisvert. Ekki vissi ég að Þórunn hefði skrifað sérstaklega um konur og verið einna fyrst til þess. En það getur verið vegna þess að ég hef ekki lesið neitt eftir hana. Núna bæti ég úr því og læt þig vita hvernig mér líkar.

Kristin Adalsteinsdottir (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 15:12

2 identicon

Takk Kristín. Það er svo langt síðan ég var að lesa Þórunni Elfu en ég man að mér fannst hún merkileg, sérsstaklega af því hún var að skrifa um  íslenskar konur. Ég man eftir einhverri sögu  sem ég held að hafi heitið Er Jósepína búin að gifta sig, eða var það ráða sig?

Kveðja

BG

Bergþóra Gísladóttir (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 189888

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband