Hreinsun

 Á laugardgskvöldið var fór ég í Þjóðleikhúsið og sá HREINSUN eftir Sofi Oksanen. Þegar heim kom lét ég orð falla á Feisbókinni að ég hefði ekki verið fyllilega ánægð með sýninguna. Nú sé ég eftir því að hafa skrifað svo neikvætt því ég óttast að aðrir festi sig við það enda von þar sem ég sleppti því sem mér þótti gott og uppbyggilegt. Og því er best að ég skrifi leikdóm eins og Krissa segir á Feisbókinni. Hér kemur hann.

Leiksviðið var frábært og það gekk vel að koma þessari flóknu tvískiptu sögu til skila og hún er merkileg. Hún fjallar um kúgun og hvernig hún breytir okkur. Manneskja sem reynir að lifa hana af með því að læra á hana og aðlagast henni  er ekki lengur sama manneskjan. Maður sem tekur að sér hlutverk kúgara er verður annar maður. Sagan fléttar saman sögu pólitískrar og hernaðarlegrar kúgununar eistnesku þjóðar og spillingunni sem sprettur fram eftir að þjóðin var ekki lengur undir hæl Rússa. Þegar spilltir einstaklingar misnotuða aðstöðu sína og hrifsuðu til sín auð og völd í og lögðu stund á glæpastarfsemi og henni fylgir misnotkun á fólki. Í tilviki sögunnar er sagt frá stúlkubarninu Zöru sem er ekki bara fórnarlamb gangstera heldur voru móðir hennar og amma hnepptar í ánauð og reyndar fjölskyldunni allri sundrað eða tortímt í kjölfar pólitískra átaka löngu áður en hún varð til.

Aliide er orðin gömulkona. Hún er ein þeirra sem á sínum tíma slapp við að vera send í úttlegðina. En hún greiddi það dýru verði, hún fórnaði öðrum og kannski líka einhverju  mikilvægu af sjálfri sér. Eða hefur hún bara alltaf verið eigingjörn og grimm? Þegar sagan hefst liggur Zara uppgefin og illa útlítandi eins og hrúga á hlaðinu hjá henni á bónddabýlinu einhvers staðar í Eistlandi. Við vitum lítið sem ekkert um Zöru eða Aliide en fáum  að kynnast þeim smám saman. Zara er dótturdóttir systur Aliide, alin upp af ömmu sinni. Hún er ein af þeim mörgu  sem hefur látið blekkjast af loforðum óprúttinna glæpamanna um gull og græna skóga. Glæpamanna sem klófesta ungar stúlkur til þess eins að hneppa þær í ánauð og misnota þær.  Nú hefur hún sloppið úr ánauðinni og hennar eina vona er að leita uppi ömmusystur  sína sem hún hafði heyrt svo mikið um en hún bjó enn á "ættaróðalinu" í Eistlandi.

Hún er ekki velkomin til frænku sinnar sem felur hana þó á meðan óþokkarnirr leita hennar. Og smátt og smátt er þráðurinn rakinn til  baka, allt til þeirra  daga þegar Eistland var enn frjálst ríki og barðist fyrir sjálfstæði sínu. Sú saga er í  reynd afar flókin og verður kannski aldrei sögð né skilin til fulls því það finnast svo mörg sjónarmið og margar túlkanir.

En aftur  til baka að leikritinu HREINSUN. Sofi Oksanen skrifaði það á undan bókinni. Ég las bókina fyrst og komst því ekki hjá því að vera með hana í bakhöfðinu á meðan ég var að horfa á leikritið. Mér finnst  leiksýningin skila vel þeirri sögu sem ég las en hún er í þeirra flutningi bara ekki eins áhrifamikil og bókin. Þegar ég spyr mig hvað það sé sem þarna ber á milli er ég ekki viss. Ég held þó að það séu leikararnir sem sannfæra mig ekki. Mér finnst þeir ekki vera lifandi persónur heldur fengnir að láni úr öðrum verkum og þá líklega aðallega úr kvikmyndum, svokölluðum spennumyndum. Dramatíkin er of hávær og hún missir því marks. Það vonda þarf ekki að vera hávært, heldur þvert á móti, ísmeygilegt illska liggur oft í því sem er látið ósagt, hún er ísmeygileg. En hvað veit ég svo sem  um bófa? Það er kannski ekki von að Íslendingar kunni að búa til almennileg illmenni og bófa. Gamla konan, Margrét Helga, gerir margt vel eins og hennar er von og vísa. En þetta kvöld fannst mér eins og hún væri þreytt og stundum utan við sig. Ungu stúlkurnar voru líka alveg ágætar nema þegar kom að dramtískustu köflunum, tapaði dramatíkin sér í hróp, blæbrigðin og dýptin týndust. Hetjan er líka á vissan hátt ekki trúverðurg en það er hún reyndar ekki heldur í sögunni. Þó finnst mér leikaranum takast vel að lýsa þessari umkomulausu og aumkunarverðu hetju sem verður að una því að vera geymdur undir eldhúsgófinu meðan fjölskyldan er tekin og landinu rænt. Það voru sem sagt vondu kallarnir sem ég ekki kunni ekki við og þá vantar mikið í þetta leikrit sem fyrst og fremst og fremst fjallar um illskuna og ógnina.

Að lokum. Ég sé ekki eftir því að fara í leikhús þetta kvöld. Það var gaman að  sjá þessa sýningu þótt ég hefði kosið að sum hlutverkin væru betur mótuð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 189889

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband