Afríkusaga eftir Henning Mankell

 220px-Henning_Mankell_3_2011_Shankbone    minnet-av-en-smutsig-angel 

Ég hef miklar mætur á Henning Mannkell og reyni að lesa það sem frá honum kemur. Glæpasögurnar þekkja margir og ég tek þær fram yfir flestar aðrar glæpasögur. Ég les þær á frummálinu nema í þau skipti sem Vigfús vinur minn sá um þýðinguna, þá las ég þær á íslensku af hollustu við hann. Mér er það óskiljanlegt hvers vegna var skipt um þýðanda því hann var frábær. Ég hef ekkert að út á aðra þýðendur að setja enda ekki á mínu færi þar sem ég hef ekki lesið þá. En nú sem sagt fæ í upp í hendurnar glænýja bók eftir Mankell. Hún heitir Minnet av en smutsig ängel. Hún fjallar um sænska stúlku sem fer til Afríku, nánar til tekið Portúgölsku Austurafríku árið 1904 og verður rík af því að eiga og reka vændishús. Sagan er skáldsaga en kveikjan að henni er sú að það eru til skjöl sem segja frá því að slík kona hafi í rauninni verið til, meira er það ekki. Stúlkan í bókinni hans Mankells er fátæk sveitastúlka frá Sörmland. Hún yfirgefur fjölskydu sína kornung vegna fátæktar, til að vinna fyrir sér og hafnar fyrir rest, eftir röð tilviljana í veröld sem hún hafði enga hugmynd um að væri til. Heimur fátækrar sveitastúlku var þröngur í þá daga.

Við fáum sem sagt að kynnast hinni fátæku Svíþjóð og svörtu Afríku með augum þessarar stúlku. Stúlkan, Hanna Renström, er mótuð af uppeldi sínu og reynslu og þegar hún stendur frammi fyrir nýjum gildum og nýrri reynslu veit hún ekki almennilega hvernig hún á að bregðast við. Það gilda aðrar reglur í heimi hinna ríku. Sama má segja um hvíta fólkið í Afríku, sem hún í raun tilheyrir, reglur þeirra eru líka framandi. Hanna er á vissan hátt gagnrýnin á sýn hvíta mannsins á innfædda en gerðir hennar sýna það ekki alltaf. Í sjálfu sér hefði það verið ógjörningur.

Það er í senn spennandi og fræðandi að lesa þessa bók. Að vísu var ég svolítið leið og efins þegar höfundur var að lýsa allra fyrstu kynnum Hönnu af Afríku. Mér fannst hann skauta dálítið fram hjá tungumálaerfiðleikum sem þessi ómenntaða stúlka sænska stúlka hlýtur að hafa staðið frammi fyrir í  framandi landi. En svo sættist ég við söguna og hélt áfram og sé ekki eftir því.

Ég sagði áðan að bókin hefði verið bæði spennandi og fróðleg. Mankell kann að skrifa þannig bækur. Hann kann líka að fræða okkur um Afríku. Hann hefur um langt skeið búið þar að hluta til í Maputo í Mósambik. En hann vill gera meira en að fræða. Það er engum vafa undirorpið að Henning Mankell vill ekki síst hafa áhrifir á skoðanir fólks enda gamall róttæklingur. Hann vill fræða okkur um fordóma og þá sérstklega um fordóma kynþáttafordóma. Í þessari bók eru fordómarnir gagnkvæmir en það bitnar fyrst og fremst á hinum innfæddu því þeir eru minni máttar vegna fátæktar sinnar. Fordómar eru eins og búr þar sem fólk lokar sig inni í og þorir ekki að koma út.

 Það hefur skammarlega lítið verið þýtt eftir þennan ágæta höfund, því miður, en Gunnar Stefánsson þýddi nokkrar barnabækur eftir hann sem er prýðilega gert en þeim hefur allt of lítið verið haldið á lofti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband