Silki

220px-Alessandro_Baricco  ALESSANDRO BARICCO er vinsæll ítalskur höfundur 

Enn einu sinni fékk ég staðfestingu á því að bók er aldrei eins þegar þú lest hana. Bækur sækja að manni á ólíkan hátt eftir því hvernig þær koma inn í líf manns. Oftast sér maður eitthvað nýtt og það gleður mann, maður trúir því að maður hafi öðlast nýjan og dýpri skilning. Þessar hugsanir kviknuðu við lestur bókarinnar Silk eftir Alessandro Baricco en ég er að lesa bókina "fyrir bóklestrarfélagið" sem ég er í. Áður, 1997 hafði ég lesið bókina á ensku en hún var gjöf frá vinkonu minni sem stöðugt er að bera í mig bækur. Mér fannst bókin hrífandi. Bókin sjálf var (og er, hún liggur hérna hjá mér meðan ég er að skrifa þetta) einstaklega falleg, kápan einhvern veginn alveg eins og silki, mjúk og hlý. Þetta er lítil bók, 91 blaðsíða og það kveikir notalega tilfinningu að halda á henni. Ég hreifst líka af textanum sem mér fannst dulúðugur og tær. Næstum eins og ljóð

Núna las ég bókina á íslensku (við lesum bara á íslensku í lestrarfélaginu mínu) og fljótlega komst ég að því að bókin vakti ekki hjá mér sömu kenndir. Það er ekki bara að ég hrífist ekki af henni, ég verð beinlínis pirruð. Nú vil ég taka það strax fram að ég held að bókin sé ágætlega þýdd (Kolbrún Sveinsdóttir þýddi hana en ég veit ekki hvort hún notar frumtextann en finnst það líklegt). Það hlýtur að vera ég sem hef breyst.

Sagan

Sagan gerist í Suður-Frakklandi og hefst 1861 og er alveg prýðilega sett inn í tímann og söguna. Hún segir frá ungum manni sem fær það verkefni að sækja heilbrigð silkifiðrildaegg til Japan vegna þess að veikindi herja á silkifiðrildastofninn í Frakklandi. Japan er á þessum tíma lokað land og ferðalög tþangað eru löng og hættuleg. Sendimaðurinn, Hervé Joncour er vel settur í heimalandi sínu. Hann er giftur og vill "tryggja að hann ásamt konu sinni geti lifað við þau kjör sem sveitafólk kallar allsnægtir ..... En hann var jafnframt maður sem kaus að vera áhorfandi að lífinu og áleit að hvers kyns tilraunir til að lifa því óviðurkvæmilegar". Japansferðin breytir lífi eða líklega væri réttara að segja hugsunarhætti hans. Þar kynnist hann veröld sem hann hefur ekki órað fyrir. Hann verður hugfanginn af stúlku sem hann sér óljóst rétt í svip og eftir Japansferðina er hugur hans þar þótt líf hans taki ekki breytingum í Frakklandi. Og Japansferðirnar verða fleiri.

En hvað er það sem hefur breyst í skilningi mínum og hughrifum? Það er vandasamt að útskýra það kannski ekki hægt. Maðurinn og væflugangurinn á honum fer einfaldlega í taugarnar á mér. Hann er eins og maðurinn í; Svar við bréfi til Helgu, alveg óþolandi. Ég þoli einfaldlega ekki svona karlmenn. Við þetta bætist að ég þoli ekki kvennasýnina sem þarna birtist. Hún er svo sem ekkert ný í bókmenntum en ég er hætt að umbera hana.

Lokaorð

Það var gaman að lesa þessa bók aftur því hún varð til þess að ég fór að velta fyrir mér hvað er eiginlega með mig og rómantíska karlmenn. En ég hef enn ekki komist að niðurstöðu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband