29.7.2011 | 16:32
Sýnilegt myrkur: Frásögn um vitfirringu
Ég hafði heyrt frá mörgum að bókin sýnilegt myrkur væri góð bók. Maðurinn minn var búinn að lesa hana og mælti með henni. Ég vissi svona nokkurn veginn um hvað hún fjallaði, þunglyndi. Ég segi ekki að ég hafi hlaupið til og lesið hana með tilhlökkun. Ég þurfti að tala sjálfa mig til og síðan dreif ég í því. Bókin er ekki löng 127. þar af er stuttur inngangur skrifaður af Einari Má Guðmundssyni rithöfundi og örstuttir eftirmálar frá þýðanda, Ugga Jónssyn og frá Ólafi Páli Jónssyni, sem er ritstjóri bókaflokksins. Bókin er gefin út sem Lærdómsrit Bókmenntafélagsins, falleg lítil bók. Hún er eftir bandaríska rithöfundinn William Styron og fjallar um hans eigin reynslu af þessum erfiða sjúkdómi.
Styron var (1925 2006) bandarískur, þekktur og margverðlaunaður rithöfundur og greinahöfundur. Ég held að hér á landi kannist margir við hann vegna bókarinnar Sophie's Choice sem síðar var kvikmynduð. Í þessari bók sem hann byggir eins og fyrr er sagt, á eigin reynslu, segir hann frá því hvernig þunglyndið, myrkrið hvolfdist yfir hann þegar hann var um sextug og allt lék í lyndi. Hann var staddur í París og í þann veginn að taka á móti mikilsvirtum verðlaunum. En hann lýsir ekki bara eigin reynslu heldur fjallar um þunglyndi sem sjúkdóm og fyrirbæri bæði læknisfræðilega og heimspekilega. Hann segist vera haldinn þeirri áráttu að setja sig vel inn í mál og reyna að komast í botns í þeim ef þau varða hann og hann hefur áhuga á þeim. Þetta gerir hann yfirvegað, fordómalaust og af mikilli skynsami. Ég held að bókin sé bæði gagnleg fyrir okkur sem þekkja þennan sjúkdóm og ekki síður hin sem ekki þekkja hann eða þekkja til hans. Inngangur Einars Más er einnig fróðlegur. Ég mæli með þessari bók og fullyrði að það er alveg óþarfi að vera jafn hikandi og ég var við að lesa hana. Hún var nærandi lesning
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.5.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er frásögn um þunglyndi- ekki vitfirringu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 29.7.2011 kl. 18:40
Takk fyrir ábendinga og ég er eiginlega sammála þér. En hann notar sjálfur þetta orð, því hún heitir á ensku Darkness Viseble - A Mememoiar of Madness. Í íslensku þýðingunni er þetta: Sýnilegt myrkur -Frásögn af vitfirringu.
Bergþóra Gísladóttir, 1.8.2011 kl. 12:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.