Eldað í dagsins önn

5280-4001-100x150        Stefanía 

Hef nú um nokkurt skeð notað uppskrifir úr bókinni, Eldað í dagsins önn, eftir Stefaníu Valdísi Stefánsdóttur og fallið það einkar vel. En það kemur ekki til af góður að ég sem yfirleitt fer ekki eftir uppskriftum við eldamennsku, heldur elda af fingrum fram. Ástæðan var að ég ákvað loksins eða horfast í augu við það að ég þyrfti að gera breytingar á mataræði mínu því fötin mín voru hætt að passa mér og vísirinn á vigtinni færðist hægt en örugglega upp á við. Bókin er reyndar ekki, eins og nafnið bendir til hugsuð sem einhver megrunarbók en er þeim kostum búin að vel er gerð grein fyrir innihaldi í hverjum skammti (kkal.;protein; mettuð fita; ómettuð fita; kolvetni;sykur og trefjar).

Ekki spillti að ég þekkti vel til Stefaníu og vissi að henni var treystandi og að hún fór ekki með neitt fleipur. Reyndar gaf ég vinkonu minni þessa bók í jólagjöf fyrir tveimur árum en þegar ég komst að því að hún hafði lítð sem ekkert nýtt sér hana, fékk ég hana lánaða til baka. En auvitað skila ég henni og kaupi mér nýja.

Uppskriftirnar eru einfaldar og létt að fylgja þeim. Hráefnið er allt kunnugleg. Þó er í henni að finna "exótíska" rétti. Ég mæli t.d. með framúrskarandi rétti sem heitir, Kjúklingabaunaréttur, sem er veislumatur ef maður bætir við heimagerðum Naanbrauðunm.

Allur frágangur bókarinnar er til fyrirmyndar og myndirnar bæði til skýringar og mikillar prýði. Þær eru eftir Jón Reykdal.

Eins og nafn bókarinnar bendir til er tilgangur bókarinnar að leiðbeina fólki að elda hollan heimilismat enda eru fjölmargar uppskriftir gamalkunnar útfærslur á gömlum íslenskum heimilismat sem vill stundum gleymast nú á dögum skyndibita og heimsendinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband