Sumarlesning

images 

http://da.wikipedia.org/wiki/Naja_Marie_Aidt

Las ekki fyrir löngu bókina Bavíani eftir Naja Marie Aidt í þýðingu Ingunnar Ásdísardóttir. Þetta eru 15 smásögur. Ég sem er ekkert dugleg við að lesa smásögur og reyni að forðast það í lengstu lög. Það hefur  meira að gera með mig og en smásögur sem slíkar. Mér finnst þær vera ágengar og oft skilja mig eftir einhverja einkennilega tilfinningu sem ég veit ekki hvað ég á að gera við. Nú las ég sem sagt þessa bók. Það gerði ég af samvikusemi, vegna þess að það er dönsk ung verðlaunuð kona sem skrifar hana, það er Ingunn  Ásdísardóttir sem þýðir og síðast en ekki síst, maðurinn minn var búinn að kaupa þessa bók. Ég hef aldrei kunnað við að verðmæti fari til spillis og það gera bækur ef maður les þær ekki.

Og þetta fór sem vænta mátti. Sögurnar eru flestar á einn veg, lesandanum er kastað beint inn í miðja atburðarás án þess að kynna fólk eða aðstæður og oftast er eitthvað í gangi sem full ástæða er að hafa áhyggjur af. Þetta er ekki í lagi hugsa ég. Þetta kemur til með að enda illa. Oft koma börn við sögu og lesandinn, ég, hef áhyggjur af þessum börnum. Ætlar enginn virkilega að taka ábyrgð á þeim og vernda þau. En það er enginn. Enginn. Fullorðna fólkið er svo sem líka einhvern veginn varnarlaust í þessari bók og líf þess er ótrúlega ánægjusnautt.

Og sögurnar enda eins og þær byrja, þær bara hætta og við vitum ekkert hvað muni gerast í framtíðinni. Hvað verður um þetta fólk. Það er ekki mikil von um að eitthvað betra taki við í lífi þess. Af hverju ástandið svo sem að lagast? Er til eitthvað betra og öruggara líf?

Þetta er góð bók þótt það taki á að lesa hana.  Hún er ótrúlega vel skrifuð og maður hefur allan tímann á tilfinningunni að svona haf þetta verið, þetta sé sannleikur og það er það sem gerir lesturinn óþolandi. Ég er fegin að ég dreif í að lesa hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit ekki hvort ég þori að byrja á henni........   Lífið er of skelfilegt fyrir mig .........   kveðja

erling olafsson (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 190031

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband