10.6.2011 | 17:41
Áróðurinn leynist víða
Milena Moser höfundur Die Putzfrauenins
Ég held að ég hafi ekki lesið svokallaða kvennarómana síðan ég var unglingur en þá las ég þá á dönsku eða norsku. Ég hef samt alltaf vitað af þeim og veit að nú er hægt að lesa þá á íslensku og markaðurinn virðist vera góður. Ég hallast að því að bókin sem ég var að ljúka við núna, Die Putzfraueninsel, flokkist undir einhvers konar kvennabókmenntir, en hún er öðru vísi en í gamla daga því nú eru konur miklu meiri gerendur. Kannski er bara best að flokka bækur bara ekki neitt.
Bókin fjallar um afar sérstaka heimilishjálp sem kann alls konar brellur til að sleppa sem léttast frá verkunum og notar tíman sem hún "vinnur" til að hnísast í einkalíf vinnuveitenda sinna og nýta sér aðstöðu sína á heimilunum en fólkið sem húnm vinnur fyrir býr yfirleitt ríkamannlega (með einni undantekningu). Hún drekkur frá þeim kampavínið, baðar sig í flottum baðherberjum og borðar það sem er best í ískápunum. Hún les dagbækur og opnar póst. Þetta finnst mér reyndar kannski ekki svo slæmt en og í fljótu braqgði virðist hún bara vera að jafna kjör sín og þessara flottræfla því þegar hún verður vitni að hræðilegu athæfi gegn gamalli konu tekur hún til sinna ráða og leitar hefnda.
Bókin eer bæði læsileg og spennandi en það var samt eitthvað við hana sem fór í taugarnar á mér. Mér fannst í hanni bregða fyrir kvenfjandsamlegum tón.
Illmennið í bókinni er kona sem er reyndar róttækur umbótasinni, móðir fjögurra barna og fyrirmyndar húsmmóðir. Hún kúgar bæði börn sín og eiginmann og reynir nánast að drepa tengdamóður sína með því að geyma hana á laun á heimilinu í fullkominni vanrækslu. Eiginmaðurinn á þarna að því er virðist enga sök er næstum eins og roluháttur hans og drykkjuskapur sé konunni að kenna. Seinna kemur í ljós að hann er óvirkur hommi, því auðvitað þora menn ekki út úr skápnum sem eiga svona konur. Einstæða móðirin er ómerkileg drusla sem reynir stöðugt að nýta sér aðstððu sína með barnið að vopni.
Söguhetjan, heimilishjálpin tekur málin í sínar hendur og bjargar gömlu konunni, kynnir manninn fyrir öðrum hommum og flettir ofan af hræsnisfullu lífi róttæku konunnar. Loks leggur hún heimilið í rúst og illmennið hengir sig.
Og vissulega finnst ástin líka í þessari bók rétt eins og þeim gömlu góður en nú er það ekki uppistaðan heldur ívafið. Ástarævintýri söguhetjunnar með 13 ára bráðþroska svörtum dreng/manni sem hún síðan stingur af með er nokkurs konar millispil. Þetta er sem sagt safarík bók en ég velti því fyrir mér hvort höfundurinn væri afar ómeðvituð kona eða útsmoginn áróðursmaskína fyrir þá sem vilja gera konur og þá sérstaklega róttækar konur tortryggilegar. Ég lesturinn skapaði hjá mér blendnar tilfinningar
Bókin er eftir svissneska konu sem vinnur sjálf við að kenna öðrum hvernig eigi að skrifa bækur. Og það kann hún greinilega sjálf því bókin er eins og fyrr var sagt spennandi, þótt ég viti ekki alveg hvaða málstað hún þjóni
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.