Drömmen förde dej vilse

240px-Anna_Jansson_2009   Anna Jansson

V ar að ljúka við bókina Drömmen förde dej vilse, mikið er ég fegin að vera búin, því hún var ekki skemmtilegt. Ég hef þá áráttu að ég lýk yfirleitt við bækur sem ég byrja á því þær bækur sem ég lýk ekki við, sitja meira í mér en aðrar bækur. Ég er stöðugt að hugsa um hvernig þær hefðu farið ef ég hefði haldið áfram. Þetta er trúlega vitleysa. En ég hóf lestur þessarar bókar vegna þess að vinkona mín kom með hana og sagði:"Var að klára þessa bók, hún er spennandi en söguþráðurinn stenst nú varla og svo gerist hún á Gotlandi." Mig hefur alltaf langað til Gotlands og það er dálítið eins og að fara þangað að lesa bækur sem gerast þar. Og svo er titilinn svo fínn.

Bókin er sem sagt eftir glæpasöguhöfundinn Anna Jansson. Ég þekki hana dálítið því ég hef lesið fyrr bækur eftir hana sem fjalla um lögreglukonunurnar Maria Wern og Eriku Lund og fólkið sem þær tengjast. Flækjurnar í einkalífi þessa fólks taka út yfir allan þjófabálk og þótt ég sé ýmsu vön get ég ekki ímyndað mér að það sé lifa við svo afbrigðilegu prívatlíf. 

Þessi bók fjallar um röð af ógeðslegum morðum og það liggja margir undir grun. Flestir sem koma yfirleitt við sögu eru grunsamlegir. Inn á milli fær maður að lesa stuttar frásagnir frá afburðagreindum tölvuhakkara sem ekki er búið að staðsetja í atburðarás sögunnar. Ég vissi nokkurn veginn hvernig þetta myndi fara myndi því ég var búin að sjá að, svo miklu leyti sem mér tókst að halda mér vakandi, þætti um þær stöllur.

Ég lauk sem sagt við bókina og það tókst að finna og handsama morðingjann og nú mun þessi bók aldrei sækja á hug minn nema ef vera skyldi þessi fallegi titill sem er fenginn úr ljóði efti Nils Ferlin:

Månen kommer och solen går,

drömmen förde dej vilse.

Drömmen från liljekonvaljeår

förde oss stedse vilse.

Tistelstigar och kolnad mo

trampe du nu med trasad sko.

- Drömmen från liljekonvaljeår

förde dej vida vilse


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 190025

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband