Veröldin þagði meðan við dóum

 images  Chimamanda Ngozi Adichie

Lestrarfélagið sem ég er í hafði tekið ákvörðun um að við skyldum lesa bækur frá framandi slóðum og fyrir valinu urðu tvær bækur sem báðar gerast í Afríku. Fyrst las ég bók Karen Blixen, Jörð í Afríku, sem gerist í upphafi 20. aldar og síðari bókin sem ég las var Hálf gul sólsem fjallar örlög fólks í Bíafrastríðinu. Í þessum pistli ætla ég einungis að falla um hana.

Bíafrastríðið var orðið veikt í minningunni. Mig rámaði í hræðilegar myndir af sveltandi fólki sem birtust í blöðunum. Ég slapp við að sjá þetta á sjónvarpskjánum því ég hafði á þeim tíma enn ekki fengið mér sjónvarp. Ein samstarfskona mín var gift flugmanni sem flaug með vistir fyrir hjálparstofnanir. Stundum fékk hún ekki fréttir af honum dögum saman. Þetta snart mig en ég vissi afar lítið um stríðið og þaðan af síður hvað ég gæti hugsanlega gert. Líklega hef ég þó gefið í einhverjar safnanir. Ég man það ekki.

Bókin Hálf gul sólkastar lesandanum mitt inn í atburðarás stríðsins í milli Bíafra og Nígeríu. Lesandinn fær að kynnast fólki sem lifir og hrærist í miðju hringiðunnar. Fyrst fáum við að sjá veröld fólksins með augum hins 13 ára gamla, Ugwu, húspilts sem er að hefja vinnu hjá prófessor í háskólaborginni Nsukka. Ugwu hefur áður búið í sveitaþorpi þar sem lífið er á allt annan veg en í borginni. Hann er að læra um lifnaðarhætti sem eru honum framandi rétt eins og ég sem er að lesa þessa bók. Aðalpersónurnar eru síðan kynntar til sögunnar ein af annarri og við kynnumst lífinu með þeirra augum. Prófessorinn Odenigbo og hin undurfagra Olanna sambýliskona hans eru lykilpersónur sögunnar. Tvíburasystir Olanna, hin þóttafulla Kainene eru ríkar menntaðar konur sem eru lykilpersónur ásamt hinum brjóstumkennanlega útlendingi Richard unnusta Kainene. Richard ætlar sér að verða rithöfundur og á tímabili stendur til að bókin hans heiti:Veröldin þagði meðan við dóum. Persónur bókarinnar eru fjölmargar og úr ólíkum áttum, menntað, ómenntað, ríkt, fátækt og svo til að flækja málin er það af mismunaði ættbálkum eins og við erum vön að tala um í Afríku, kannski væri réttara að segja að það sé af mismunandi þjóðerni, því það er svo margt sem skilur það að. Í bakgrunni er kúgun heimsveldis og valdablokkir sem hafa bein og óbein áhrif á gang mála. Unga vill endurskapa Nígeríu og koma á lýðræði sem er þeirra en ekki arfleifð gömlu valdstjórnarinnar sem hafði deilt og drottnað til að styrkja sitt eigið vald. Það eru fjöldamorð á fólki af þjóð Íbóa sem hrinda stríðinu af stað. Baráttan er vonlaus frá byrjun en unga hugsjónafólkið í bókinni trúa því að réttlætið muni sigra. Kynni lesandans af persónunum verður enn nánari þegar hann fylgir þeim í gegnum hinar miklu hörmungar sem maður veit að það er í reynd engin leið að lýsa. Sagan er vel sögð og á eftir er ég líka örlítið fróðari um þetta stóra og fjölmenna land. Titill bókarinnar vísar til fána hins skammlífa Bíafra.

Það er erfitt að lesa bók frá heimi sem er manni svo framandi. Meira að segja nöfnin sem ég kann ekki að bera fram gera lesturinn erfiðari. Ég tók það til bragðs að búa mér til glósur meðan ég var að komast af stað. En svo hættu nöfnin að flækjast fyrir mér og mér fannst erfitt að leggja bókina frá mér því mér var orðið svo annt um þetta fólk og ég vissi ekki hvernig því myndi reiða af.

Ég var búin að eiga þessa bók í bókahillunni í þrjú án þess að leggja í að lesa hana. Mér óaði við efni hennar. Það var ákvörðun lessystra minna sem ýtti við mér.

Nú hafa vinkonur mínar í lestrarfélaginu ákveðið að fresta fundi fram á haustið og ég vona að þessir punktar mínir komi að einhverju gagni fyrir mig við að rifja þá upp hvernig þessi góða bók orkaði á mig.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband