Frásagnir úr fjarlægum heimi

Blixen01         Nigerian-author-Chimamand-002

Af því ég er í bókaklúbb les ég núna stundum bækur sem ég myndi ekki vera að lesa núna nema af því það hefur verið tekin um það sameiginleg ákvörðun af hóp sem ég hef skuldbundið mig til að fylgja. Á síðasta fundi klúbbsins eða lestrarfélagsins eins og ég kýs að kalla þetta, var ákveðið að lesa bækur frá fjarlægum menningarheimi og bækur frá Afríku urðu fyrir valinu. Ein gömul, skrifuð út frá sjónarmiði Evrópubúa og ein ný skrifuð af innfæddri konu. Þetta eru bækurnar Jörð í Afríkur (Den afrikanske Farm) eftir rithöfundinn og ævintýrakonuna Karen Blixen og Hálf gul sól eftir Chimamanda Ngozi Adichie frá Nígeríu. Nú er ég búin með fyrri bókina þar sem mér fannst ég vera nokkuð örugg um að skilja samhengið og tekin til við hina síðari. Og nú langar mig til að setja eitthvað niður á blað um Jörð í Afríku áður en ég tapa þræði við lestur Gulu sólarinnar. Það sem gerir það svo miklu auðveldar fyrir mig að lesa og skynja innihaldið í Jörð í Afríku er að sjónarhorn höfundar er vestrænt og hún leiðir mig áfram þótt það sem hún er að segja frá sé framandi. En ég hlakka til að takast á við hina þótt mér finnist það vera eins og að finna leið í landslagi þar sem ég hef hvorki áttir, kennileiti eða slóða til að styðjast við.

Jörð í Afríku: Ég hef lesið bókina áður, ég held að það hafi ég gert um líkt leyti og ég sá myndina Jörð í Afríku. Ég þekkti líka vel til Karen Blixen sem ég hafði lesið eitthvað eftir á dönsku og hafði það á tilfinningunni að hún væri hefðardama og afgreiddi hana í "róttækni" minni og hroka sem óinteressanat. Þegar ég las bókina núna u.þ.b. 25 árum seinna finnst mér mikið til hennar koma. Hún er frábærlega vel skrifuð og gefur lesandanum, mér, góða innsýn í líf merkilegrar konu og sambúð hvíta mannsins við fólk í framandi menningarheimi. Bókin færir okkur líka aftur í tímann og það er þarft að rifja upp hversu heimurinn var ólíkur þá og nú, ekki síst staða kvenna.

Eiginlega er þetta ekki ein bók heldur fimm bækur í einni því hún skiptist í fimm kafla sem eru ólíkir að formi og innihaldi. En þeir mynda samt eina heild. Hún segir frá eigin líf en þó fyrst og fremst frá samskipum sinum við fólkið á landareigninni, frá fólkinu sínu. Og þetta gerir hún á svo lifandi hátt að maður fylgist spenntur með og hugleiðir hvað skyldi hafa orðið um þessar manneskjur sem hún lýsir svo vel. Og þótt maður trúi hverju orði hafði ég allan tímann á tilfinningunni að hún segði aldrei allt heldur skammtaði lesandanum það sem hún vill. Hún leyfir okkur að gægjast inn í líf sitt. Mér finnst aðdáunarvert hversu hún, þessi hefðardama, hefur næman skilning á lífi fólks sem er henni svo framandi og næstum það eina sem tengir er þörf hennar fyrir þjónustu og þörfum þeirra fyrir einhvers konar öryggi og lifibrauð. Frásögnin er mjög lifandi og oft krydduð afskaplega skemmtilegum heimspekilegum hugleiðingum höfundar. Það hafa trúlega verið þær sem heilluðu mig mest. Þetta er sem sagt saga frá fjarlægum tíma og fjarlægum slóðum. Manni ofbýður oft yfirgengilegt vald hvíta mannsins á líf þessa fólks. Í hjarta mínu finn ég veika von um að eitthvað hafi batnað en ég viðurkenni að ég veit afskaplega lítið um það sem gerðist og hver staðan er nú.

Ég veit að lestur Gulrar Sólar mun fræða mig og mér óar við því sem er framundan í lífi fólksins sem ég er nú aðeins byrjuð að kynnast því ég er komin vel inn í bókina. Og svo er Afríka svo stór og svo sundurleit að það eina sem maður getur komist að um hana er hversu lítið maður veit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 190019

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband