10.5.2011 | 23:08
Það fellur ekki á gamla ást
Var að ljúka við bókina, Alte Liebe, gömul ást. Bókin er um gömul hjón í Þýskalandi, svona á aldur við og manninn minn. Hann er kominn á eftirlaun og unir glaður við að rækta garðinn sinn sem hann hefur mikla ást á en hún er enn að vinna. Vinnur í bókasafni og elskar bækur. Satt að segja treystir hún sér ekki að hætta, því að hún óttast að hún muni deyja úr leiðindum að hanga yfir manni sem elskar garð og aldrei er hægt að fá með eitt eða neitt. Hún er full af angistartilfinningu.
Sagan hefst á því að þau fá boð í brúðkaup einkadóttur sinnar sem er að ganga í sitt þriðja hjónaband og nú með manni sem er eldri og minni en hún en moldríkur. Hann er svo ríkur að í raun er dóttir þeirra að hefja nýtt líf sem þau geta engan veginn áttað sig á og þau skilja ekki þessa dóttur sína sem var fyrst litla stúlkan þeirra en síðan róttæka stúlkan sem þau höfðu oftar en einu sinni þurft að sækja í fangelsi eftir mótmæli. Hún hafði kennt þeim að sjá heiminn upp á nýtt og endurskoða hugmyndir sínar um margt. Hún sem gat ekki einu sinni borðað kjöt.
Sagan er skemmtilega sögð. Tvær persónur Lore og Harry segja frá til skiptis og oft eru þau að segja frá því sama en sjónarhornið er ólíkt. Höfundar bókarinnar eru líka tveir, þau heita Elke Heidenreich og Bernd Schroeder. Ekki veit ég hvernig þau skipta með sér verkum en útkoman er góð.
Vinkona mín gaf mér þessa bók eftir að hafa lesið aftan á hana datt henni í hug af einhverjum ástæðum að hjónin minntu á mig og manninn minn. Mér er málið of skylt til að geta um það dæmt og alla vega vona ég að svo sé ekki alfarið. Það er freistandi að segja hvers vegna en þá myndi ég skemma fyrir þeim sem á eftir að lesa bókina.
Þetta er kannski ekki stórbrotin saga en hún lumar á ýmsu og hún heldur manni við efnið. Og svo er hún auðvað góð til að æfa sig í þýsku en til þess var nú leikurinn gerður. Alte Liebe rostet nicht.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.5.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 60
- Frá upphafi: 190018
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.