Lesið í útlöndum

bok264

Þó ég sé afskaplega duglegur ferðamaður, er stöðugt á ferðinni að sjá eitthvað nýtt, finn ég mér alltaf tíma til að lesa í útlöndum. Eiginlega finnst mér að ég eigi ekki að taka með mér fullt af bókum en samt geri ég það og svo kaupi ég eða fæ lánaðar nýjar. Í þetta skipti hafði ég með mér:

1) Eyvind Johannson;Romanen om Olof. Þá bók gaf Erling mér þegar ég var að stríða við krabbamein fyrir meira 10 árum. Hún er 650 síður og ég lagði ekki í að lesa hana þá, enda ekki góð koddalesning því hún er þung í tvennum skilningi. Mér fannst viðeigandi að gera aðra tilraun og er komin á síðu 258. Þetta er þroskasaga drengs sem er fæddur um aldamótinn og hefst þegar hann fer að vinna fyrir kaupi 14 ára, en áður hafði hann verið matvinningur ekki langt frá heimili sínu í Norrbotten. Það er mikið unnið í þessari bók og það eru merkilgar lýsingar á vinnu og aðbúnaði verkafólks á þeim tíma.

http://sv.wikipedia.org/wiki/Eyvind_Johnson

3) Tunglið og tíeyringur eftir W. Somerset Maugham. Þessa bók þurfti ég að lesa fyrir næsta fund lestarfélags sem ég er í. ég hafði lesið hana sem barn og mundi óljóst eftir henni. Sérstaklega því sem sneri að framandi umhverfi. Ég held að ég hafi á þeim tíma lesið allar bækur sem einhvers konar landa eða samfélagsfræði. Svona gera menn víst í útlöndum hugsaði ég enda hafði ég aldrei komið út fyrir mína heimasveit. Núna var hún fljótlesin því hún er spennandi. En ég las hana með gagnrýnni huga. Um leið og sögumaðurinn lýsir snillingnum Strickland dregur upp nöturlega mynd af mannskepnunni yfirleitt.  mér finnst viðhorf sögumannsins vera þetta:fólk er ómerkilegt, ýmist hégómlegt, sjálfselskt, falskt, illgjarnt, illkvittið, spillt (aðallega konur). Ekki veit ég hvort viðhorf sögumanns er viðhorf höfundarins sjálfs en ég geri ráð fyrir að hann sé að hluta til að lýsa sjálfum sér eins og allir höfundar og hann sé að finna í báðum karlhlutverkunum, þ.e. sögumanns og Striktland. Það eru dæmalausar lýsingar á því hvernig beri að meðhöndla konur. Ef þetta hefur verið svona í raun og veru á þessum tíma er ekki hægt að segja annað en að heimur batnandi fer.

3) Og svo hafði ég með mér bók á þýsku ásamt orðbók en þetta tók ég aldrei upp úr töskunni.

Auk þessa las ég tvær bækur sem mér áskotnuðust úti:

1) Sjálfshjálparbókina, Varför mär vi så dåligt när vi har det så braeftir lækninn og fyrirlesarann Nisse Simonson. Ég legg það ekki í vana minn að lesa sjálfhjálparbækur en titillinn freistaði mín. Og þetta er ekki svo slæm lesning. Bókin er full af heilbrigðri skynsemi og það er alltaf notalegt að fá að vita að það sé hægt að ráða fram úr flestu með því að beita henni.

2) Psykopaterna eftir Trygve Bång. Þessa bók las ég fyrst og fremst vegna þess að hún er með svo fallegri forsíðumynd; Svartsjukans natteftir Strindberg. Þetta er reifari um morð og íkveikjur. Hún var spennandi og þægileg að lesa í lest og í flugvél.

Ég hafði með mér fleiri bækur fen meira komst ég ekki yfir. Svona eru ferðalög. Ég hafði líka með mér prjóna en það urðu engin afköst á þeim vettvangi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bergþóra - þú ert alveg frábær.

Kveðja,

Ingibjörg

Ingibjörg Þ. Þorleifsdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 190017

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband