U206: Ævintýrirð um Ella P.

Það fer ekki mikið fyrir því að fólk frá mínum heimaslóðum leggist í skriftir og  ég reyni að bera mig eftir því litla sem rekur á fjörurnar. Þegar ég frétti af því að Elís Pétur Sigurðsson frá Krossi á Berufjarðarströnd hefði látið skrá ævisögu sína ákvað ég að verða mér út um bókina. Hún var ekki til á bókasafninu í Sólheimum sem er mitt næsta bókasafn. Bókavörðurinn fór í tölvuna og komst að því að hún er reyndar ekki til á Borgarbókasafni, hún hefur einfaldlega ekki verið keypt inn. Ég sagði að þetta væri ekki líðandi og hún (bókavörðurinn) bauðst til þessa útvega mér hana sem millisafnalán. Þrem dögum síðar fékk ég bókina á safnið en hún er í eigu Mosfellsbæjar.

Og hófst nú lesturinn. En U 206: Ævinitýrið um Ella P. olli mér því miður vonbrigðum. Frábær efniviður en ekki nógu vel unnið úr honum. En það er samt alltaf gaman að rifja upp sögurnar hans Ella en líklega er það skemmtilegast fyrir þá sem þekktu hann. Hann hefði átt að fá Guðjón Sveinsson til að skrifa þessa bók. Ég skrifaði ágætum vini mínum sem er sagnfræðingur og er málið skylt því hann á ættir að rekja til fólksins í Krossþorpinu eins og ég:

"Sæll frændi. Var að lesa eða glugga í bók sem heitir U206, Ævintýrið um Ella P. Hann var frá Krossi á Berufjarðarströnd. Ég veit ekki hvort þú kannast við hann. Furðufugl og tók sér margt fyrir hendur. En bókin er alveg ómöguleg. Þú þarft að lesa hana. Heyri frá þér".

Hann
Kæra Bergþóra. Frændur okkar og frænkur, afkomendur síðustu bændanna, sem búsettir voru í Krossgerði, hafa sumir lesið þessa bók og hafa undantekningarlaust varla lesið meira kjaftæði"
Ég
"Já, það skortir líklega heimildir en það pirrar mig mikið í sambandi við þessa bók að það er farið rangt með þær heimildir sem þó eru til. Auk þess eru þær ýmist ekki tengdar saman eða það er gert vitlaust. Leiðinlegt ef þetta verður eina nútíma útgefna heimild framtíðarinnar um þetta góða fólk"
Hann
"Ég held, ágæta frænka, að svo margir hristi hausinn yfir þessu riti að það hafi mjög lítil neikvæð áhrif. Elli lifir mest í eigin draumaheimi og þannig þekkja hann allir".
Ég er sem sagt búin að reyna að gera mitt. Mikið hefði nú verið gaman að fá betri bók um hann Ella. Það er ekki rétt hjá sagnfræðingnum frænda mínum að allir þekki hann, þótt við gerum það. Elli var og er maður augnabliksins og eins og hann segir sjálfur í bókinni og náttúrubarn. En þetta skilar sér engan veginn í bókinni, hún gefur ekki góða mynd af honum og heldur ekki af þessu merkilega tímabili atvinnu sögunnar þegar fólk lærði að bjarga sér.
Kæru lesendur. Lesið endilega þessa bók, því það eru góðir sprettir í henni. Það sem ergir mig er að hún hefði getað verið svo miklu betri. Vonandi finnur eitthvert skáld knýjandi hvöt hjá sér að skrifa góða bók um draumlynda athafnamann augnabliksins sem við Breiðdælingar erum stolt af af því við þekktum hann vel. Maður með hlýtt hjarta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 190017

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband