Þegar Hitler stal bleiku kanínunni

Helförin   Judith Kerr   Helförin mynd

Fyrsta myndin er táknræn mynd um þá sem dóu í helförinni og við inngang safnsins sem er neðanjarðar, (The Memorial to the Murdered Jews of Europe also known as the Berlin Holocaust Memorial)

Mynd númer tvö er mynd af Judith Kerr, höfundi bókarinnar

Loks er ljósmynd af litlu minnismerki í Berlín um helförina sem nærri staðnum þar sem gyðingum var safnað saman áður en þeir voru sendir í hinar ýmsu fangabúðir

Stundum hvíli ég mig að að lesa fullorðinsbækur og les bækur sem eru skrifaðar fyrir börn. Og reyndar finnst mér góðar barnabækur ekki síðri lesning en bækur ætlaðar fullorðnum. Í haust þegar ég fór til Berlínar fórum við Erling í safnið sem gert hefur verið um helförina. Það er allt neðanjarðar og ótrúlega áhrifamikið. Erling keypti bók í safninu eftir höfund sem heitir Judith Kerr. Ég er fyrst að lesa þessa bók núna. Hún fjallar um gyðingafjölskyldu sem flýr frá Þýskalandi árið 1935 og fer fyrst til Sviss, síðan Frakklands og loks til Englands. Heimilisfaðirinn er róttækur og honum er ekki lengur vært í Þýskalandi og fjölskyldan, kona og tvö stálpuð börn fylgja með.

 Sagan er sögð út frá sjónarhorni dótturinnar. Þetta er að eiginlega dæmigerð barna- eða unglingabók. Hún fjallar um börn í samheldinni miðstéttarfjölskyldu og ógnin felst í að kollvarpa hinum trygga heimi sem þau hafa lifað í fram að þessu. Þegar fjölskyldan yfirgefur Þýskaland verða þau að skilja eftir flest leikföngin sín og þar á meðal er bleika kanínan sem litla stúlkan saknar. Þau sakna líka mikið vinnukonunnar á heimilinu enda var umönnun barnanna og öryggið á heimilinu ekki síst henni að þakka.

Eftir að fjölskyldan flytur eru það ekki síst ótrygg afkoma sem varpar skugga á líf þeirra en það er hægt að lifa við það bara ef fjölskyldan stendur saman. Stríðið er ekki byrjað og enn trúa þau því að ástandið muni lagast. Þetta væri sem sagt alveg ótrúlega venjuleg barnabók ef lesandinn vissi ekki þegar hvað koma skal. Frásögnin af skólagöngu barnanna er t.d. ótrúlega greinargóð og fróðleg og þar sést greinilega að það er byggt á eigin reynslu höfundar.

Þessi bók er reyndar einungis fyrsta bók af þremur og nú sé ég eftir að við skyldum ekki kaupa þær allar. En kannski eru þær til á bókasafninu í Hafarfirði þar sem þýskar bækur eru geymdar.

Bókin er upphaflega skrifuð á ensku og þýdd af Annemarie Böll. Hún er léttlesin.

http://de.wikipedia.org/wiki/Judith_Kerr

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband