Uppáhalds matreiðslubókin mín

Er búin að kjósa og ætla að gera mér dagamun. Baka uppáhalds bökuna hér á heimilinu sem er reyndar kölluð pæa í bókinni sem ég styðst við. Þegar ég geri bökur styðst ég alltaf við bók eftir Sigrúnu Davíðsdóttur: MATREIÐSLUBÓK: HANDA UNGU FÓLKI Á ÖLLUM ALDRI. Hún er eftir Sigrúnu Davíðsdóttur en það vill svo til að hún er líka uppáhalds fréttamaðurinn minn. Enginn skýrir betur þessar ótrúlegu flækjur sem menn hafa búið  sér til í fjármálaheiminum.

Ég á ekki þessa bók en er búin að vera með hana lengi, lengi. Eiginlega held ég að það hafi verið maðurinn minn sem fékk hana lánaða á sínum tíma. Hann ber sem sagt ábyrgð á því að skila henni og ég hef ekkert verið að reka á eftir honum. En aftur að bókinni. Ég held að þessi bók hafi verið tímamótaverk því innihaldið er afar fjölbreytt auk þess sem margar uppskriftirnar voru nýstárlegar á sínum tíma 1980. En þær standast svo sannarlega tímans tönn. Þessi bók er svo mikið notuð á mínu heimili (útleggst notaðar af mér) að hún opnast sjálfkrafa á vissum réttum. Það má t.d. nefna Pæskel á bls. 227 og Ævintýralegur fiskur á bls. 132 og Spaghetti alla Bolognese. Opnurnar þar sem þessar og fleiri uppskriftir eru votta að bókin hefur verið mikið notuð og ég hef meira að segja velt því fyrir mér hvort bókin standist heilbrigðiskröfur. Og í þessum skrifuðum orðum heyrir ég að Sigrún er enn að reyna að skýra fyrir mér og þjóðinni flókin viðskipti fjármálaheimsins. Nefnir skuggalegan mann en ég er að verða dauf fyrir þessum fréttum.

Ég er sem sagt búin að gera pædeigið og nú hvílir það í ísskápnum og á meðan slakar húsmóðirin á. Ég verð að fara að forbaka það og gera púrlauksfyllinguna á meðan. Ég hlakka til að borða þetta með góðu klassísku salati.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verði ykkur að góðu. Svona matur er svo góður.

Kveðja,

Ingibjörg

Ingibjörg Þ. Þorleifsdóttir (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband