11.3.2011 | 12:40
Rússneska gođsögnin
Nú orđiđ skrifa ég mest um bćkur sem ég les en nú ćtla ég ađ gera undantekningu og skrifa um tónleika sem ég fór á og hreifst mjög af. Ţetta voru tónleikara Sinfóníunnar sem báru yfirskriftina Rússneska gođsögnin. Á undan tónleikunum fórum viđ hjónin á súpukvöld Vinafélags Sinfóníunnar ţar sem Atli Heimir Ingólfsson talađi um tónverkin sem voru á dagskrá. Ţađ er eins og hann ljúki ţeim upp og opni ţau, a.m.k. fyrir mig sem er ekki tónlistarlega lćrđ og hef viđ ekkert ađ styđjast nema brjóstvitiđ ţegar ég er ađ hlusta.
Í gćrkvöldi talađi hann um tvö rússnesk tónskáld, Alfred Schnittke (Fiđlukonsert nr 4) og Dímítríj Sjostakovítsj Sinfónía nr 8 í c moll). Schnitttke ţekkti ég ekkert en ég er nú smátt og smátt ađ verđa nógu vel heima í Sjóstakovítsj til ađ njóta hans. Ég hef oft áđur hlustađ á Árna Heimi tala um Sjostakaovitsj og hef oft velt ţví fyrir mér af hverju ţađ er stöđugt rćtt allt öđru vísi um rússnesk tónskáld en önnur tónskáld. Ţađ skýrist ţó ađ sjálfsögđu ađ hluta til af ţví ađ tónskáld í Rússlandi voru á dögum Sovéttímans stöđugt undir hćl stjórnvalda sem reyndu eftir megni ađ hafa áhrif á tónlistarsköpun í landinu og sköpun í listum almennt.
Ţađ hvarflar ekki ađ mér ađ ţađ hafi ekki veriđ ţrúgandi og skelfilegt, en voru ađrir höfundar alls stađar annars stađar frjálsir og höfđu stjórnvöld engin áhrif á ţađ sem ţeir létu frá sér? Eđa var ţađ allt einungis jákvćtt. Ţađ hefur veriđ einveldi víđar en í Sovét. Og hver og hvađ er ţađ sem drífur tónskáld áfram til góđra verka. Ţetta er ég ađ hugsa međan ég hlusta á Árna Heimi (og ţetta eru ađ sjálfsögđu ekki hans einkakenningar heldur viđurtekin sannindi). Ţegar ég svo hlustađi á ţetta dásamlega tónverk vaknađi hjá mér spurningin um hvernig Sjostakovítsj hefđi samiđ ef Stalín hefđi látiđ hann í friđi. Ef kenningin heldur hafa flest hans verk orđiđ til í einhvers konar stöđugum stífudansi viđ Stalín.
En tónleikarnir í gćr voru frábćrir. stjórnandi ţeirra var Gennadíj Rosdestvenskjí og sonur hans Alaexander Rosdestvenskjí lék einleik á fiđlu í verki Schnittke. Ég hef ekki skemmt mér betur og aukalagiđ var í senn kraftmikiđ og fullt af gleđi. Ekki spillti ađ móđir fiđlarans Viktoria Postnikova lék undir á flygilinn. Ég ćtla ađ fara á nćstu tónleika ţar sem hún spilar. Hef einu sinni heyrt hana spila og hugsađi mér ţađ er ekki hćgt ađ gera ţetta betur. Hún er snillingur.
En hvađ er ţađ sem knýr listina og hvert er samband hins ytra og rökrćna viđ ţessa orđlausu list? Ég efast um ađ ţeir viti ţađ sjálfir.
Um bloggiđ
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu fćrslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsiđ
- 19.6.2023 Ţađ er svo gaman ađ vera vondur
- 18.6.2023 Ferđ til Skotlands og Orkneyja
Fćrsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 189184
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.