Fólkið við Fögrugötu

800px-Wladimir_Kaminer

Oft er ég að lesa margar bækur samtímis. Nú stóð bóklestur minn þannig af sér að ég lauk við þrjár bækur nokkurn veginn samtímis. Ein þessara bóka var bók Wladimir Kaminer, Schönhauser Allee.

Í bókinni  eru margar litlar sögur eða frásagnir úr lífi fólksins í Fögrugötu. Höfundurinn kemur yfirleitt sjálfur við sögu og ýmsa vini hans hittir maður margoft. Lífið við Schönhauser Allee er litríkt og fjölbreytilegt. Ég gæti sjálf hugsað mér að búa við þessa götu ef að ég væri á annað borð að hugsa um að flytja búferlum. Trúlega er lífið það einnig hér við Álfheimana ef maður bara er næmur og kann að sjá og heyra. Nú ætla ég að  leggja eyrun við. Það var svo sannarlega gaman að lesa þessa bók, hún er ein af þeim bókum sem ég vildi gjarnan eiga. En ég er með hana að láni frá vinkonu minni sem er að hjálpa mér með þýskuna í staðinn fyrir að ég hjálpa henni með íslenskuna. Ég trúi því að ég sé betri kennari heldur en hún, alla vega er hún orðin betri í íslensku en ég í þýsku. Hvaða skýring gæti svo sem verið önnur á því!!!

Wladimar Kaminer er Rússi sem skrifar á þýsku og er þekktur í sínu nýja heimalandi. Hann kom hingað til Íslands fyrir nokkrum árum á bókmenntahátíð. Þá heyrði ég hann lesa en skildi ekki nógu vel. Væri ekki hægt að fá hann hingað aftur? Það veitti ekkert af því að þýða þessa bók, ég er viss um að hún er mannbætandi og trúlega líka góð fyrir heilsuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband