Þrjú líf Michele Sparacino

516fw7gktML__SS500_Ég bý svo vel að það er mikið af lesandi fólki í kringum mig, allir eru að lesa bækur. Auk þess bý ég við þau einstöku forréttindi að ein af mínum ágætu vinkonum er sérstaklega dugleg að bera í mig bækur. Þessi sama kona er oft á ferðalögum um önnur lönd svo hún grípur stundum með sér bók og bók og færir mér. Bækur sem ég myndi líklega ekki lesa annars. Þetta víkkar sjóndeildarhring minn.

Síðast þegar hún kom heim frá útlöndum færði hún mér bókina: Die drei Leben des Michele Sparacinoog sagði, " mér datt í hug að þetta væri einmitt bók fyrir þig af því þú ert að læra þýsku, hún er svo falleg og virðist dálítið absurd (svona nokkurn veginn þetta sagði hún)". Hún hafði áður gefið mér bókina, Alice, sem eru fimm frásagnir um hvernig dauðinn mætir okkur í hversdagleikanum, en hana er ég enn að lesa. Og þar áður færði hún mér bókina, Wenn der Postmann nicht mehr klingelt. Sú saga er ýkjumorðsaga heimavinnandi húsmóður, sögð í anda Bridget Johnes.

Bókin um þrjú líf Michele Sparacino sem er þýdd úr ítölsku er listilega myndskreytt.  Og það er trúlega þess vegna sem vinkona mín féll fyrir henni. Hún segir frá drengnum Michele Sparacino sem fæðist á Sikiley 1898 á slaginu 12, annað hvort 3. eða 4. janúar (1898).  En þar sem klukkan á torginu er fimm mínútum of fljót verður þetta val á dagsetningu, upphaf misskilnings sem á eftir að hafa áhrif á örlög Michele og reyndar allrar þjóðarinnar. Þessi misskilningur verður til fyrir tilstilli blaðamanns sem gerir Michele litla að hættulegum uppreisnarmanni strax meðan Michele er enn í reifum og sýgur brjóst móður sinnar. Fyrir röð atvika og margvíslegra mistaka verður stríð og þegar

Michele hefur aldur til fer hann að sjálfsögðu í herinn (þetta er á tímum fyrri heimstyrjaldarinnar) að þjóna föðurlandinu, fellur og er jarðsettur í ómerktri gröf. Þannig líkur lífi hans númer tvö.

En hann fær ekki lengi að liggja í gröf sinni því það vantar fulltrúa fallinna hermanna, hetju stríðsins og Michele er grafinn upp og er nú jarðsettur upp á nýtt en í þetta skipti með pompi og prakt. Líf sem hetja er hans þriðja líf, ef það er hægt að tala um líf þegar maður er á annað borð dauður.

Bókin er hreint ekki eins auðveld aflestrar og vinkona mín hafði ályktað út frá útliti hennar en hún lítur út eins og barnabók. Hún er háalvarleg dæmisaga og eða ádeila þar sem fjallarð er um hvernig venjulegt fólk verður leiksoppur þeirra sem vara með völd og peninga. Ég er ekki viss um að ég hafi skilið hana til fulls (finnst það reyndar frekar ólíklegt) því ég þekki lítið til ítalskra sögu og stjórnmálaumsvifa. Engu að síður fannst mér bókin góð lesning. Í bókarlok er viðtal blaðamanns við höfund og þar kemur skýrt fram að í bókinni eru margar vísanir sem fóru fram hjá mér vegna ókunnugleika míns.

Lokaorð: Það er betra að lesa góðar bækur sem maður skilur ekki alveg en vondar bækur sem skilja ekkert eftir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband