Dýratilraun Sigurðar Guðmundssonar

Var að ljúka við bók Sigurðar Guðmundssonar, Dýrin í Saigon. Þessi bók fjallar um tilraun. Tilraun listamannsins, Sigurðar Guðmundssonar til að fara fara út úr táknkerfi málsins og verða eins og dýrin og tengjast fólki milliliðalaust eins og hann telur að dýrin geri. Honum finnst sem hann sitji fastur í einhverju fari og vill losa sig og sjá og heyra upp á nýtt. Þannig skil ég a.m.k. Sigurð. Hann langar til að sjá heiminn eins og ómálga barn.

Hann fer til Saigon því þar er hann ókunnugur og þar getur hann verið innan um fólk án þess að málið trufli samskiptin, því hann skilur ekki vietnömsku og fæstir Víetnamar skilja ensku. Hann kemur sér fyrir á hóteli og hefur að skrifa bók (skýrslu) um þessa tilraun sína.

Bókin skiptist í þrennt. Í fyrsta lagi er saga í 3. persónu, um Manninn, sem er listamaðurinn Sigurður Guðmundsson. Í öðru lagi eru bréf listamannsins til látinnar móður sinnar. Í þriðja lagi er frásaga um mólekúlið, máfinn, stelpuna, svaninn og máfinn. Sú saga er sögð af allt sjáandi ósýnilegum sögumanni. Þessi kvartett á væntanlega að tjá hinar ólíku hliðar listamannsins. Öll sagan, hver svo sem segir hana, er um listamanninn og tilraun hans til að brjótast út úr fjötrum málsins og fjötrum menningarinnar sem hefur fram að þessu umlokið hann og gefið lífi hans merkingu.

Og hvernig gengur svo þessi tilraun? Ríki, hvíti, stóri og gamli listamaðurinn kemur sér sem sagt fyrir á hóteli. Hann skoðar sig um í stórborginni og sér fólkið frekar sem náttúru en sem manneskjur. Fólkið, sem hann hefur fyrst og fremst samskipi við eru ungar, fátækar konur sem hann ýmist ræður í þjónustu sína eða borgar fyrir þá þjónustu sem hann þarfnast, m.a. að tala við sig án tungumálsins. Ef ég hef skilið bókina rétt virðist listamaðurinn vera alsæll með þessa tilraun. Honum finnst að hún hafi tekist.

Ég sem lesandi er þó síður en svo sannfærð. Bókin opinberar mér engin ný sannindi. Ég veit ekki alveg hvers vegna. Kannski er rétt að greina hér frá því að mér féll illa við þessa tilraun. Í fyrsta lagi fannst mér hún ógeðfelld, ógeðsleg og þá meina ég eiginlega svona ógeðsleg eins og þegar mann langar til að æla. Í öðru lagi fannst mér maðurinn stöðugt vera að ljúga að sjálfum sér og öðrum. Hann tók nefnilega ekki úr sambandi eitt veigamikið samskiptatákn menningar sinnar, þ.e peninga. Og hann bókstaflega stráði þeim í kring um sig. Fyrir tilstuðlan peninganna fer hann aldrei upp úr farinu en hann veit það ekki. Mér fannst ekki leiðinlegt að lesa þessa bók þótt hún sé ógeðfelld. Ég hef talsvert ferðast sjóleiðis og oft verið sjóveik en ekki látið það stoppa för mína ef á þurfti að halda. En ferðalagið með þessu skipi skilaði mér sem sagt aftur til sama lands. En ég vorkenndi dálitið gamla ríka manninum þótt mér biði við honum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 189205

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband