Legender- Heilagra manna sögur

Bók Torgnys Lindgrens, sem mér datt í hug að þýða, heilagra manna sögur, kom út 1986. Einhverra hluta vegna hefur þessi bók farið fram hjá mér fram að þessu. Líklega vegna þess að meðan ég var að vinna launavinnu greip ég oft til þess óyndisúrræðis að lesa fyrst og fremst léttvægar bækur, því ég hélt að með því sparaði ég kraftana. En þetta er hin mesta vitleysa, því það er ekkert sem er eins nærandi og upplyftandi og að lesa góðar bækur. Í bókinni eru 12 númeraðar frásagnir + ein, sú síðast, sem ekki hefur hlotið neitt númer. Ekki veit ég hvers vegna.

1. Í fyrstu sögunni er sagt frá staðnum Prazalanz sem er nær ógjörningur að finna nema þá drukkinn og þegar sérstaklega stendur á. Georg nokkur finnur staðinn í lok tíundu aldar og hefur þar byggð. Svo segir frá örlögum byggðarinnar og endalokum.

2. Þar segir af félögunum Bode, Ulv og Boe sem sátu að fjárhættuspili. Þegar þar var komið sögu sem oft verður að einn á ekkert til að leggja undir, lagði hann sjálfan sig undir og varð þannig þræll. Og það er ekki hvorki einfalt mála að vera þræll eða halda þræl svo auðvitað endar þessi saga með ósköpum.

3. Sagan segir frá skessunni Kullan sem bar listamanninn, Zorn í litlum vasa undir vinstra brjóstinu. Þar segir af listsköpun hans og vandkvæðum listamnnsins án Kullu. Í lok sögunnar leggur sögumaður fram þá tilgátu að e.t.v. finnist, ef vel er að gáð séu fleiri konur sem beri "Zorn" undir vinstra brjósti sér.

4. Sagan um hinn gráðuga Josua er biblísk frásögn um græðgina sem á sér líkleg hliðstæðu í Biblíunni en ég hef ekki gætt að því. Guð er einnig að sjálfsögðu gerandi í þessari sögu og ég get ekki betur sé en að hann sé meðsekur í vonskunni. Þessi saga hvetur mig til að taka fram Biblíuna og sjá hvers kyns veldi Guðs eiginlega er.

5. Hér greinir frá feðginunum Rut, 19 ára og Signar, 60 ára. Það er kominn tími til þess fyrir Rut að hleypa heimdraganum en það kemur í ljós að Signar er ekki undir það búinn og hann verður stöðugt sleginn af ókennilegum sjúkdómum þegar hún býr sig til brottfarar. Loks deyr hann en brottförin verur Rut ekki eins einföld og ætla mætti.

6. Sat er frá hinni heilögu Signhild og hinum heilaga Lambert. Þessi saga er svo mikið inn á við að ég treysti mér ekki til að endursegja efni hennar. Trúlega er þetta helgisaga en síkar sögum eru þess eðlis að  aldrei er hægt að festa á þeim fingur til  fulls.

7. Fjórir nágrannar sem hófu búskap við lík kjör en einn þeirra sættir sig ekki við afmörkun býlisins og tekur að breyta þeim einhliða í skjóli nætur. Þetta er morðsaga, krydduð græðgi.

8. Dásamleg saga um samband Selmu Lagerlöf og Verner von Heidenstam. Árið 1937 beru þau bæði slegin af ritstíflu, geta ekki sett neitt á blað. Þau ákveða að hittast. Þau eiga sér stefnumót og við Vetteren. Dásamleg saga.

9. Saga um lyftingar. Andinn kemur yfir Annette Svensson og hún flækist af tilviljun inn í það að verða kraftlyftingakona. Dæmigerð saga um kvennaörlög.

10. Saga um ástir guðanna undir áhrifum frá frásögu biblíunnar um fórnardauðann og fórnarlund Abrahams þegar hann var tilbúinn til að fórna syni sínum.

11. Átakanleg saga um  þegar Jakop yfirgefur konu sína og þrjá unga syni til að vera í föruneyti Krists. Sagan endar á upprisu Jakops í krafti kærleikans.

12. Saga um fótboltamanninn sem í nauðvörn lagði metnað sinn í að gefa aldrei boltann á eiginnmarkvörð. Þar kemur auðvitað sögu að hann verður að brjóta gegn þessum ásetningi og gerir sjálfsmark. Hann er rekinn frá liðinu og hæddur og píndur á torgum en leggur að lokum upp í för til að bjóða fram krafta sína hjá öðru liði. Þessi saga endar bæði vel og illa, líklega eins og flestar sögur ef vel er að gáð og þær eru nógu langar.

Lokasagan er án númers. Hún er saga um baráttu góðs og ills og minnir svolítið á kvæði Jónasar um Óhræsið. Hið vonda er í líki fálka og hið góða er í líki hins góða. Fulltrúi hins góða málstaðar, fórnarlambið, er dúfa en ekki rjúpa. Þetta er grimm saga og blóðug. Það er ekki létta að standa vörð um sakleysið.

Þessa samantekt gerði ég fyrir sjálfa mig eins og öll mín skrif en úr því hún er komin á blað læt ég hana fljóta með hér. Ég held að það sem vaki fyrir skáldinu Torgny sé að segja okkur að stundum er veruleikinn svo margslunginn að hann verður ekki sagður í anda raunsæis, heldur sé vænlega að tjá hann með furðusögum. Lesandinn getur þá leitað hans á milli línanna.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú verður ekkert gaman að lesa bókina, þegar þú ert búinn að segja allt efnið !!!

Erling Ólafsson (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 189205

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband