Hverning dettur manninum þetta í hug?

Ég er enn við sama heygarðshornið, enn að lesa Torgny Lindgren. Fór í Norræna bókasafnið og sótti mér ábót, bækur sem ég á ekki þegar. Lauk við I BROKIGA BLADS VATTEN í morgun. Þetta eru 10 ótengdar sögur eða litlir þættir. Flestar eiga þær uppruna sinn í Vesterbotten eða þar um slóðir, ein er frá Þýskalandi og ein frá Wien. Loks er ein saga segir frá tilviljanakenndum kynnum hans og Tékknesk rithöfundar, þeir hittast við gröf Titos og eru þeir viðstaddir jarðaför Thomasar Manns.

Allar eru þessar frásagnir undirfurðulegar. Sögumaður skammtar lesandanum hæfilega mikinn fróðleik um tíma og aðstæður svo sagan verður eins og tær upplifun í núinu (þáinu). Margoft hugsaði ég, hvernig dettur manninum þetta í hug. Og það er það skemmtilega við fráagnir Torgnys. Um leið eru sögurnar í vissum skilningi hvunndagslegar og mér finnst ég stundum komin heim í Breiðdal í gamla daga, þegar hver dagur var langur og óútreiknanlegur frá sjónarhóli barnsins. Hann gat borið í sér tap, sigra, unað og óhugnað.

Nú eru flestir dagar fyrirsjáanlegir og ef ekki þá kvarta allir yfir því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 189205

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband