Dores Bibel

9172637668 lindgrenÉg veit ekki hvort það er hægt að segja að það sé áramótaheit, því heit er það ekki, heldur ásetningur; en einhvern veginn þróaðist sú hugsun innra með mér að héðan í frá skyldi ég einungis lesa góðar bækur. Síðan þá hef ég nokkrun veginn haldið mig við þennan ásetning, sem er ekki létt því hvernig á maður að vita hvort bók sé góð fyrr en maður hefur lesið hana? þetta verður enn erfiðara viðureignar þar sem ég treysti ekki neinni nema sjálfri mér til að dæma um hvort bók sé góð eður ei.

Nú hef ég lokið við að lesa Dorés Bibel eftir Torgny Lindgren og það er góð bók. Hún er svo góð að nú er ég búin að draga fram allar Torgny Lindgren bækurnar mínar og ætla að lesa þær upp á nýtt. En ég á því miður ekki á ég þær ekki allar.

Það er ekki auðvelt að endursegja þessa bók. Hún er margslungin og ég er ekki viss um að ég skilji hana til fulls. Í bókinni segir sögumaður sögu manns sem er sérfræðingur Dorés Bibel. Hann er segir því söguna inn á segulband, Sony MZN. Í forgrunni er frásaga um dreng sem ekki nær tökum á því að læra að lesa. Hann getur einungis lesið eina bók sem er nokkurs konar biblía í myndum. Eiginlega fær lesandinn aldrei að  vita hvort þessi bók er til eður ei eða hvort hún er einungis til í hugsun drengsins. En hann lærir sem sagt ekki að lesa og er alla sína skólagöngu í 1. bekk. Að skyldunámi loknu er hann settur á hæli fyrir ekki kennsluhæfa (obildbara). Eftir lát foreldra sinna, sem gerist með voveiflegurm hætti, fer snýr hann til baka á heimaslóðir þar sem hann vinnur að því að endurskapa bókina strik fyrir strik.

Þessi óvenjulegi sögumaður tekur sér þó ýmislegt fyrir hendur sem ekki beinlínis tengist þessari iðju hans við að endurgera Dorés bibel og við fáum að kynnast fólki sem hann rekst á, á leið sinni. Hann virðist oft leggja lykkju á leið sína þó hann oftast sem fastast við iðju sína. Allt þetta er þó fullkomlega sjálfsagt og eðlilegt frá hans sjónarhorni. Þessi saga er átakanleg og grimm en um leið full af manngæsku. Torgny Lindgren minnir mig á Kurt Vonnegut þegar honum tekst best upp.

Ég held að þessi saga hafi komið meira við mig en ella af því það rifjaðist upp fyrir mér kafli í æfi minni þegar ég vann á stofnun í Uppsala fyrir margt löngu. Hún hét þá Uppsala vårdhem, eða eitthvað í þá áttina en var í daglegu tali kölluð Rickomberga. Þessi stofnun hafði áður heitið, að því mér var sagt, Uppsala iddiothem og ég heyrði sagt frá því að það væru til rúmteppi með því heiti. Vistmennirnir höfðu sjálfir ofið þessi teppi. Þegar ég vann þarna var búið að framfylgja stefnu stjórnvalda um integreringu, aðlögun og allir gömlu vistmennirnir voru útskrifaðir og bjuggu sjálfstætt eða á sambýlum. Ég sá um mötuneyti starfsmanna en þangað fengu gömlu vistmennirnir að koma til að hittast og borða ef þeir vildu. Og þeir komu svo sannarlega þvþí þeir áttu ekkert annað heimili. Einn þessara fyrrverandi vistmanna gæti hafa verið maðurinn sem vann að því að endurskapa Dores Bibel. Hæglátur, fáskiptinn, vel til hafður. Eldri starfsmenn fræddu mig um að hann ætti eða hefði átt ríka og fræga foreldra sem hefðu aldrei viljað sjá hann eftir að hann kom á hælið. Öllum bar saman um að hann væri í yfirmáta vel að sér.

Þetta síðasta var útúrdúr en óhjákvæmilegur þegar ég segi frá upplifun minni af Dores Bibel

476px-Creation_of_Light


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband