31.12.2010 | 12:43
Hreinsun
Það er alltaf erfitt að lesa bækur sem mikið er fjallað um ekki síst þegar þær eru hafnar upp til skýjanna og hrósað í hástert. Þannig var með bókina Hreinsun eftir Sofi Oksanen, sem ég las síðast af öllum mínum vinum og maðurinn minn var meira að segja búin að lesa hana fyrir löngu. Fjölmiðlar voru búnir að fjalla mikið um bókina og höfundinn vegna komu hennar hingað í tilefni af bókmenntaverðlaunaveitingu Norðurlandaráðs. En Oksanen virðist vera afar fjölmiðlavæn m.a. af því hún á það til að vera afundin og óútreiknanleg. Ég var því í talsverðri varnarstöðu þegar ég tók til við lestur bókarinnar og fannst ég þurfa að loka mig og komast í skjól frá allri þessari frægð og umtali til þess að ég gæti notið bókarinnar á mínum og hennar forsendum. Ég lauk við bókina í gærkvöldi en lesturinn teygðist svolítið fram á nóttina af því mér fannst ég þurfa að endurlesa nokkra kafla.
Mér finnst bækur vera góðar ef þær færa innsýn inn í heim sem ég þekki ekki og ég trúi því að svona sé þetta og svona hafi þetta verið. Það er kannski mótsögn í þessu því hvernig á maður að vita að eitthvað sé rétt ef maður þekkir það ekki og það er nýr heimur sem maður sér inn í. Stundum færa bækur manni líka nýja sýn á heim sem við þekkjum og það er líka gott.
Bókin Hreinsun var góð af því af því hún gerði hvort tveggja, veitti mér innsýn í nýjan heim (fyrir mig) og að einhverju leyti fjallaði hún líka um heim sem ég þekkti frá mínu fyrra lífi, lífinu með búskapnum og sýsli kvennanna í sveitinni heima. Það var mikið ráðslagað um mat og allt nýttist einhvern veginn ef ekki fyrir fólkið þá fyrir skepnurnar og líklega verður öll sú saga aldrei skrifuð. Söguna um stríðið þekki ég sem betur fer einungis úr bókum. Ég vissi svo sem að ef nánar er að gáð var kalda stríðið ekki bara kalt þótt við höfum tamið okkur að tala þannig um það. Það liggur í eðli stríða að virkja sem flesta. Helst eiga sem flestir að taka þátt og allir verða að taka afstöðu. Þessi bók segir frá skaðanum sem fólk verður fyrir á sálu sinni í stríði.
Sagan af stríðinu sem er háð fyrir augunum á okkur í nútímanum er ekki síður óhugguleg en sagan af stríðinu og kúguninni. Hvernig getur svona lagað gerst og hverjir bera ábyrgð? Erum við á einhvern hátt þátttakendur í því? Og hvað getum við gert?
Það tekur svolítið á að lesa þessa bók en það breytir ekki því að næsta bók sem ég les er líka eftir Oksanen, Stalins kossor.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.