Jól í Álfheimum

Það skemmtilega við að búa í Álfheimum er að íbúarnir í blokkunum virðast hafa gert með sér samkomulag (kannski þegjandi ) um að það megi skreyta hjá sér eins og hver vill og andinn blæs þeim í brjóst. Það er nokkuð útbreidd hefð fyrir því að skreyta handriðin á svölunum með seríum. Aðrir skeyta gluggana og enn aðrir hvort tveggja. Og svo er náttúrlega einn/einog einn/ein sem kýs að skreyta alls ekki neitt. Þegar við fluttum í Álfheima ákváðum við að taka þátt í því að fagna jólunum með því að lýsa upp heiminn með seríu á svölunum. Þá var komið að því að velja lit. En í Álfheimum er hefð fyrir því að hver og ein fjölskylda velur litinn á ljósunum. Sumir eru með rauða seríu, aðrir með bláa og allt þar á milli. Við hjónin kusum að vera með marglita seríu af því við erum svo sveigjanleg og víðsýn. Það var ekki vegna þess að við gætum ekki ákveðið okkur eða komið okkur saman. Fyrsta árið sem við bjuggum hérna keyptum við líka lifandi greni í Blómaval til að nota sem grunn og marglita serían naut sín frábærlega. Við vorum stolt, sérstaklega ég, þar sem verkaskiptingin hjá okkur er sú að ég er jólaseríumeistari heimilisins. Næsta ár var þetta nokkurn veginn enn á sama veg nema að nú hafði ljósunum fækkað umtalsvert. Þar næsta ár hafði þeim enn fækkað og þá ákvað ég að fara í Blómaval og kaupa perur. Þeirri ferð lauk með því að ég ályktaði sem svo að það væri ódýrara að kaupa nýja en að gera við þá gömlu. Það ár setti ég upp nýja ljósaseríu og sú gamla var sett í poka. Næstu tvö ár var þetta í lagi en þá voru ljósin orðin svo fá að ég ákvað  að það veitti ekkert af því að hafa fleiri ljós. Þá var nú gott að ég var ekki búin að henda gömlu séríunni því ég sótti hana í geymsluna bætti henni utan á þá seríuna sem fyrir var. Og sjá þetta var bara nokkurn veginn í lagi. Þetta sama ár gafst ég upp á lifandi greni og keypti gervigreni, svona lengju sem var sérhönnuð fyrir fólk eins og okkur í Álfheimum. Og þannig hefur þetta gengið í þrjú ár. Núna tók maðurinn minn að sér að skreyta svalirnar. Ég er ekki viss um að hann hafi alveg fylgst með stríði mínu við jólaseríurnar því þegar hann var búinn að koma fyrir gervigreninu og veikluðu seríunni þá fannst mér, þegar ég horfi frá bílaplaninu og upp, að svalirnar okkar með marglitu ljósunum ekki vera forsvaranlega, svona samanborið við nágrannana. Þessi fáu ljós á stangli tjáði á engan hátt það sem við vildum standa fyrir. Þegar ég komst að því að maðurinn hafði bara notað aðra seríuna og nú bætti ég hinni við en ljósunum fjölgaði ekki nægilega mikið. Enn fer ég í Blómaval og ákveðin í að rannsaka hvort ekki væri hugsanlega mögulegt að kaupa perur og gera við. Og það gerði ég. Nú er þessi saga orðin allt of löng en enda fór obbinn af gærdeginum í það að taka niður báðar seríurnar + gervigrenið og yfirfara þær. En þá kom í ljós að það kviknaði bara alls ekki á nýju perunum heldur. Ég gekk úr skugga að þær væru í lagi en allt kom fyrir ekki. Þessi sería virðist sem sagt vera undarlegt afbrigði af raðtengdri seríu þar sem ljósin slokkna ekki öll þegar eitt gengur út heldur nokkur saman. Ég kann því miður ekki nægilega mikið fyrir mér í rafmagnsfræði til að skilja þetta. Ég setti báðar seríurnar og þetta forljóta gervigreni upp aftur. Þegar jólin eru búin verða þær báðar ásant gervigreninu þessar settar í Sorpu. Og þar næstu jól er ég hugsa um að vera með lifandi ljós á svölunum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband