6.12.2010 | 18:36
Wenn der Postmann nicht mehr klingelt
Loksins er ég búin með bókina en það hefur tekið tímann sinn, því ég er að æfa mig að lesa Þýsku. Bókin er eins og sambland af Kvennaklósettinu og Bridget Jones á barmi taugaáfalls. Auk þess kom við sögu bæði morð (eitt) og eiturlyf. Góð vinkona mín, sem les bara góðar bækur og ég ætla ekki að nafngreina hér, hennar vegna, lánaði mér bókina og sagði að ég gæti e.t.v. æft mig á að lesa hana. Og það er ég búin að gera og hafði gaman af eftir að ég fattaði hvað hér var á ferðinni. Ég lærði þó nokkuð í þýsku af því að lesa þessa bók en er hrædd um að það sé ekki allt eftir hafandi. Loks fann ég heimasíður höfundar og upplýsingar frá þýskum netbókabúðum. Höfundurinn sem er kona og menntaður lögfræðingur skrifar undir fleiri nöfnum og hefur látið frá sér fleiri fjölda bóka. Nú stend ég sem sagt frammi fyrir því hvaða bók ég á að velja mér næst. Þær bíða mín í röðum.
Postmann nicht mehr klingelt
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þett virkar nú svolítið vafasamt.......... en þýzkan batnar kannski?? Þú ert nú ekki farin að nota orðaforðann á mig... eða hvað?
Erling Ólafsson (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.