Kann du tänka dig julen utan hyacinter?

Þegar ég bjó tímabundið í Svíþjóð fyrir áratugum var auglýsing í strætisvagninum sem ég ferðaðist með þar sem stóð: Kann du tänka dig julen utan hyacinter?Á hverjum morgni á leið til vinnu og á hverju kvöldi á leiðinni heim horfði ég á þessa auglýsingu. Það var mynd af undurfögrum blómum og undir stóð spurningin. Á þessum tíma var ég afar hrifnæm manneskja og auglýsingin kveikti hjá mér áleitnar spurningar. Auðvitað gat ég vel hugsað mér jólin án hyacintna, hafði í raun aldrei haldið jól þar sem þessi fallegu blóm prýddu jólahaldið. Mér fannst auglýsingin frek og fann fyrir reiði yfir því hvernig væri verið að ráðast á mig og skapa hjá mér þörf sem ekki var ekki var til staðar, ráðskast með jólahaldið hjá mér, jafnvel gera lítið úr gamla jólahaldinu á bernskuheimili mínu, þar sem hámark jólaskreytinga var heimasmíðað jólatré skreytt með sortulyngi.

Þessi auglýsing gerði mér að því leyti gott að hún fékk mig til að ígrunda hin dýpstu rök. Hvað skiptir mig máli og hvað skiptir minna máli í sambandi við jólin og kannski margt fleira. Það var ofur einfalt. Það sem skipti máli þá var að gleðja og gleðjast með fólkinu og svo auðvitað að borða góðan mat. Ég sit sem sagt föst í gömlu jólunum mínum, það voru heimatilbúin jól og það þurfti mikið að hafa fyrir þeim.

En því miður eða sem betur fer er ég ekki eins hrifnæm og fyrr. Hefur doði ellinnar hefur lagst yfir mig? Eða hef ég bara aðlagað mig að breyttum tíma? Auglýsingarnar dynja á mér. Þær flæða inn um póstlúguna. Og þær kveikja ekki nein  viðbrögð hjá mér. Það eina mér finnst ég ekki geta verið án, er sauðahangikjötið frá systur minni sem mágur minn hefur reykt. Þegar það er komið, eru jólin komin í hús.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband