Jesús litli, ritdómur

Inngangur um að eldast.Ég er komin á efri ár, það fer að halla undan fæti hjá mér, vegferð mín fer að styttast. Ég hef þrisvar þurft að horfast horfast í augu við að nú væri þessu lokið. Ég hef því enn meiru ástæðu til að fagna hverjum degi. Það er margt og mikið rætt um það hvernig sé hægt að hægja á því sem kallað er öldrun. Reyndar fer mest fyrir umræðu um hin líkamlegu einkenni og okkur stendur til boða fjölmörg bætiefni til að hefta för sindurefna og líkamsrækt sem stuðli að styrk og liðleika. Ég geri ekki lítið úr mikilvægi þessa en í raun hef ég haft meiri áhyggjur af allt öðru og ekki eins áþreifanlegu, það er hinum andlega liðleika, næmi og viðbragðshæfni. Ég hef nefnilega fundið fyrir því, því miður, að hæfileiki minn til að hrífast hefur dofnað með aldrinum. Hrifnæmi mitt hefur dofnað. Ég finn fyrir löngun til að varpa þessu yfir á breytta tíma, aðstæður, að tilveran sé einfaldlega bragðdauðari en veit þó að það er ekki saltið sem hefur dofnað heldur er bragðskyn einhvern veginn daufara. Þegar undantekning verður á þessu fyllist ég fögnuðu. Ég finn aftur fyrir fögnuði. Mér finnst ég vera eins og nýfædd í heiminn að taka á mót nýjum sannleika. Mér verður hlýtt um hjartaræturnar. Lífið streymir hraðar í gegnum mig.

Jesús litli: Þannig leið mér á sýningu Borgarleikhússins á Jesús litla. Ég hreifst og barnið innan í mér spriklaði og skríkti af ánægju. Þetta er besta leikverk sem ég hef nokkurn tíma séð, þannig leið mér. Allt gengur upp. Leikhópurinn kemur afskaplega vel til skila sögunni sem allir kunna en á þann veg að manni finnst eins og maður hafi eiginlega aldrei heyrt þetta áður. Og þeim tókst að flytja söguna til okkar, inn í okkar tíma. Sviðsetningin var í senn einföld og þaulhugsuð. Það var svo mikið um að vera á sviðinu að ég mátti hafa mig alla við. Hver rulla var gjörhugsuð. Gæðablóðið Jósef, stelputrippið María, hinn valdsmaðurinn Heródus og hermennirnir sem voru bara að vinna vinnuna sína. Og maður var hugsað til núverandi valdsmanna sem fyrirskipa stríð til að koma á friði og hermanna sem enn eru bara að vinna vinnuna sína. Ég held að það hafi heft för margra sindurefna um líkama minn að sjá þetta leikrit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband