Tregðulögmál - Yrsu Þallar

Ég þekki svona fólk hugsaði ég hvað eftir annað meðan ég var að lesa Tregðulögmál Yrsu Þallar. Hvað eftir annað var ég í lestrinum sett inn í aðstæður sem mér fannst ég hafa upplifað áður. Aðalpersóna sögunnar Úlfhildur er að skrifa BA-ritgerð í bókmenntafræði í Háskóla Íslands og ég, lesandinn, fæ að fylgjast með hugarvíli hennar í námi og einkalífi. Eða er kannski ekki rétt að kalla það hugarvíl? Á yfirborðinu gengur henni allt í haginn og hún er bara ansi ánægð með sig. En það er hitt fólkið sem er ýmislegt athugvert við. T. d. er kærasti hennar til margra ára, Binni, alveg vonlaus en hún á í bókinni í löngum samræðum við hann, ýmist auglitis eða í huganum. Hún er að leita að sannleikanum um lífið en hann er búinn að finna hann, eða þannig.

Fjölskylda Úlfhildar er svona miðstéttar vel meinandi menntamannafjölskylda. Mér finnst ég gjörþekkja þetta fólk. Fjölskylda Binna er aftur á móti vel stæð jeppa-einbýlishús-sumarbústaðar-utanlandsfjölskylda sem ég þekki bara af afspurn. Hún tekst núna á við hrunið og tapið sem hún hefur orðið fyrir með jákvæðni og hefur tileinkað sér íþróttamannafrasa, komanú, gefa sig 100%íþetta o.sv.fr. En Úlfhildur er ekki sátt við sína góðu fjölskyldu því henni finnst að hún hafi svikið. Foreldrar hennar, fyrrverandi hippar, börðust fyrir umbótum og komu miklu til leiðar að hennar mati en hafa nú svikið málstaðinn. Það er allt þeim að kenna. Hvernig geta börn þeirra sem hafa svikið málstaðiðn verið heil og barist fyrir góðum málstað. Binni er ekki síður gagnrýninn á gildimat sinna foreldra en honum finnst samt allt í lagi að búa heima hjá þeim, þótt hann sé kominn um þrítugt og nota jeppann.

Það er ekki mikið sem gerist í þessari bók ef orðræðan er undanskilin. Og það er orðræðan sem er eitthvað svo kunnugleg. Stundum finnst mér ég sé komin fjörutíu ár aftur í tímann og ég sé með fólkinu mínu í Fylkingunni eða stödd upp í Sokkholti. Eða það rifjast upp fyrir mér þegar ég potaðist í gegnum Simone de Beauvoir á dönsku,Det andet kön:Man föds inte som kvinna, man blir det. Um leið og ég hreifst af henni fannst mér hún hræðilegur egóisti og forréttinda kelling. Hvað gat þessi kona kennt mér, bóndadótturinni úr Breiðdalnum. Móðir mín var enn á þessum tíma ekki búin að fá rafmagnið lagt heim. Að vísu er tungutakið örlítið annað en þá, t.d. meira hugað að kynlífi. Unga fólkið ræðir opinskátt saman um kynlíf rétt eins og mataruppskriftir og ég missi lystina. Um leið finnst mér orðræðan komin lengra en í denn. Ég hló oft innan í mér meðan ég var að lesa þessa bók og um leið var ég hnuggin og hugsaði. Hvernig fer þetta allt saman? Ætla þau algjörlega að klúðra sínu lífi?

Það er langt síðan ég hef skemmt mér svona mikið yfir íslenskri bók. Hún minnti mig helst á Kundera en mér finnst Kundera alltaf vera annað hvort að til við mig eða um mig. Ég þjáist þegar ég les hann. Svitna í lófunum. Hvernig getur hann vitað svona mikið um mig

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Bergþóra. Mikið er gaman að heyra hvað margt talaði til þín í bókinni, og ekki er verra að vera líkt við Kundera, segi ég nú bara! Ástarþakkir fyrir þessi hlýlegu ummæli um bókina, og þar sem þú ert lestrarhestur mikill ætla ég bara að trúa þér! kv. Yrsa

Yrsa Þöll (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 189206

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband