Krabbagangur

 

200[1]Ekki hafði ég lengi fengið að vera tiltölulega áhyggjulaus eftirlaunaþegi þegar Hrunið varð. Mig hafði lengi dreymt um að hressa upp á þýskukunnáttu mína og innritaði mig í þýsku hjá Endurmenntun Háskólans. Grunur minn reyndist réttur, undirstaða mín í þýsku var ekki til að byggja á en það kom ekki að sök því námsefnið (og kennslan) gerði beinlínis ráð fyrir þessu. Í fyrra vetur sótti ég sem sagt þýskutíma, fjóra á viku og lærði undirstöðuna. Markmið mitt var að geta lesið þýsku, ég setti ekki markið hærra því ég var með efasemdir um hæfni aldraðra til að læra að tala nýtt tungumál. Auk þess hafði ég fyrst og fremst áhuga á að geta lesið þýskar bókmenntir á frummálinu. Og ég tók strax til við lesturinn og er nú komin með áráttu fyrir þýskum bókmenntum. Það versta er, að mér finnst þær svo góðar og spennandi að stundum freistast ég til að lesa þær á íslensku ef ég hef ekki aðgang að þeim á þýsku. Það er nefnilega búið að flytja þýska bókasafnið til Hafnarfjarðar en þangað á ég sjaldan erindi.

Þessi frásaga er líklega gott dæmi um krabbagang í frásögn því ég ætlaði að segja frá bókinni sem ég var að ljúka við en hún heitir Krabbagangur og er eftir Günter Grass.

Það er enginn hægðarleikur að segja um hvað þessi bók fjallar því þræðirnir liggja víða. Sögumaður segir frá eigin lífi sem hófst um leið og stærsti skipsskaði sögunnar. Móðir hans, sem var komin á steypirinn var 30. janúar 1945 ásamt foreldrum, ein af u.þ.b tíu þúsund þjóðverjum um borð í fyrrum skemmtiskipinu Wilhelm Gustloff að flýja undan framrás rauða hersins í Prússlandi. Skipið var skotið niður af sovéskum kafbáti og einungis lítill hluti komst af. Móðir sögumanns er ein þeirra og hún fæðir barnið, sögumanninn, um borð í björgunarbátnum. En frásagan er út um allt. Hún segir frá Nasistaforingjanum sem skipið heitir eftir og banamanni hans Gyðingnum og læknanemanum sem með morðinu gerði hann að píslarvotti. Hún segir frá skammvinnu hjónabandi sögumanns og þó einkum frá syni hans sem verður heltekinn af sögu þessa skips. Á tímabili meðan ég var að lesa bókina fannst mér að móðir sögumanns væri aðalpersóna verksins enda er hún líklega skemmtilegasta persónan í bókinni. En þegar ég lagði bókina frá mér var og er ég þeirrar skoðunar að það sé eftir allt er skoðað, sögumaðurinn sjálfur sem fær þau örlög að lifa af stærst sjóslys sögunnar og alast upp í rústum Þýskalands, landi með sundurtætta sjálfsmynd. Eða er það e.t.v. Þýskaland sjálft sem er höfuðpersóna þessarar bókar? 

Að lokum. Ég, eftirlaunaþeginn,  tók til við að rifja upp þýskuna þegar aðrir sem höfðu hlutverki að gegna í þjóðfélaginu tókust á við Hrunið. Ég held að það sé e.t.v. ekki algjör tilviljun að ég hef fallið fyrir þýskum bókmenntum eftirstirðsáranna sem lýsa margar hverjar átökum við hrun stærra og alvarlegra en það sem við tökumst nú á við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig langar til að lesa þessa bók, eftir að hafa lesið þetta og fengið munnlegar frásagnir um hana einnig.   Það eru margar bækur sem ellilífeyrisþegar handfjalla og lesa.   Kveðja.

Erling Olafsson (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 21:57

2 Smámynd: Einar Karl

Greip einmitt þessa bók á kostakjörum á seinasta bókamarkaði í vor en hef ekki gefið henni tíma. Pistill þinn er mér hvatning!

Einar Karl, 3.11.2010 kl. 23:09

3 identicon

Þakka þér fyrir Einar. Mér fannst erfitt að komast inn í þessa bók af því ég veit svo lítið um sögu Þýskalands. Ég hafði mikið gagn af því að skoða efniviðinn sem um er fjallað á netinu. Það er t.d. alveg dásamlegur vefur sem ég fann um austurþjóðverja og pólverja:

http://www.deutsche-und-polen.de/orte/ort_jsp/key=ost_westpreussen_2.html

Kveðja

BG

Bergþóra Gísladóttir (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 189208

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband