Landamæri

10.10.10 132Nýlega fékk ég gefins nokkrar bækur gefnar út af Ríkisútgáfu námsbóka, námsbækur fyrir barnaskóla. Þegar ég fletti þeim opnuðust geymsluhólf hugans sem ég hef lengi ekki haft aðgang að. Þessi endurminning var í einu hólfinu og hún lyktaði af reyk.

Fyrst þetta til glöggvunar fyrir þig kæri lesari. Ég er trúlega ellefu ára og ég er nemandi í Barnaskóla Breiðdalshrepps og námið byggist fyrst og fremst á heimanámi á milli þess sem kennarinn kemur og hlýðir yfir, fer nánar yfir og setur fyrir. Ég hafði sérstakt dálæti á landafræði og hafði fengi í hendur Landafræði 2. Eins og ég sagði fannst mér landafræði skemmtileg svo ég ákvað að læra bókina frá upphafi til enda. Þegar kennarinn kom til sögunnar kom í ljós að eintakið mitt var gamalt, það var frá því fyrir stríð og þess vegna voru ýmis landamæri úrelt. Þetta urðu mér mikil vonbrigði. Bæði var það að ég var búin að læra þessi landamæri og svo hitt að sumt þótti mér alveg sérstaklega áhugavert. T.d. fannst mér Pólska hliðið merkilegt, mér fannst skrýtið að Þýskaland skyldi eiga land inn í miðju Póllandi. Ég spurði pabba um þetta og hann sagði að þetta hefði verið gert til að tryggja pólverjum aðgang að sjó. Kennarinn fann aðra bók handa mér og samnemendum mínum fannst við hæfi að bókin mín væri brennd. Og þau voru ekkert að tvínóna við það, heldur settu hana beint í ofninn. Þegar þau höfðu yfirgefið vettvang reyndi ég að bjarga bókinni minni. Hún var með blárri kápu og talsvert þykk. Ég náði henni út úr eldinum en hún var öll sviðin og af henni var reykjarlykt. Ég var með kökk í hálsinum. Þarna voru fræðin sem ég hafði verið að læra og kunni svo vel og þetta höfðu þau gert mér skólasystkini mín taf öfund af því ég kunni svo vel og ég setti bókina til baka inn í ofninn.

Löngu seinna tók ég það í mig að læra Þýsku og síðan hef ég legið í bókum um fólk sem eru frá Þýskalandi. Og hver er niðurstaðan? Landamæri eru haldlítil og hreint ekki gerð til að vernda einn eða neinn. Kannski er það einhver huggun að búa á eylandi og kannski væri best að vera komin til baka í farskólann og læra nýju (gömlu) bókina með nýju landamærunum sem ég hef aldrei lært. Eða, er kominn tímib til að hugsa málið upp á nýtt?

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 190052

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband