25.9.2010 | 13:13
Súrdeigsrúgbrauð
Ég bakaði forláta rúgbrauðið og einhverjar hafa beðið mig um uppskrift. En þar sem ég á alltaf erfitt með að fara eftir uppskriftum ákveð ég að lýsa ferlinu frekar en reyna að setja saman einhverja uppskrift eftir á. En nokkurn veginn svona fór ég að.
Fékk súrdeigsklípu hjá Oddnýju mágkonu minni. Lét hana standa á borði í sólarhring við stofuhita. Þá bætti ég við hálfum lítir af ilvolgu vatni og rúgmjöli til að gera soppuna sæmilega þykka. En þar sem ég átti ekki nóg rúgmjöl notaði ég líka svolítið byggmjöl og hveitiklíð. Þetta a stóð síðan yfirbreytt við stofuhita í þrjá daga. Það var farin að finnast lykt en það stóð bara svona á verkefnum hjá mér. Einn dagur hefði sjálfsagt nægt. Nú hnoðaði ég brauðið en varð að notast við hveiti til að hnoða upp í það því rúgmjölið var búið eins og fyrr sagði og ég hafði ekki munað eftir að fara út í búð. Ég mótaði hleifinn eftir pottinum (3 líta pottpotti með loki) sem ég ætlaði að baka það í. Síðast gerði ég eins og móðir mín í gamla daga, smurði hendurnar með smjöri og hnoðaði brauðið lauslega áður en ég setti það í pottinn. Loks setti ég pottinn inn í ofn (á grind í miðjunni) og stillti hitann á 175 gráður. Ég bakað brauðið í u.þ.b. tvo tíma. Þá tók ég brauðið úr ofninum og bankaði það og hlustaði eftir hljóðinu. Það á að vera holur hljómur ef það er fullbakað. Hvolfdi brauðinu úr pottinum og og vafði það inn í vel rakt uppþvottastykki og lét það bíða yfir nótt.
Því miður gleymdi ég að taka klípu af deiginu fyrir bökun en það á maður að sjálfsögðu að gera. Þetta er í annað skipti sem ég geri þessi mistök sem er ófyrirgefanlegt. Það er til bók með afar góðri uppskrift að dönsku rúgbrauði í Norræna húsinu, ég held að hún heiti einfaldlega Dansk smörrebröd.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.5.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190053
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki er að spyrja að myndarskapnum - brauðbakstur og ræktun í stórum stíl ! Hjá mér eru bara áform um slíkt, gerði reyndar tilraun með matjurtabeð og ætti að skrá hjá mér eins og þú til að forðast sömu mistök aftur ! Lifi í von um að framtaksemin aukist þegar ég kemst í "langa" fríið :-))
Boða til næsta fundar eftir helgina,
kveðjur Bryndís
Bryndís Guðundsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.