25.8.2010 | 23:08
Líkamsrækt
Mér finnst svo gaman að hreyfa mig og í vor skráði ég mig í Hreyfingu sem er á afar heppilegum stað fyrir mig, í sömu götu. Ég keypti aðgangskort sem eldri borgari en það felur í sér takmarkað aðgengi, þ.e. 10 til 12 og 13 til 16. Þetta ætti nú að vera nóg en allt í einu og of sein tek ég eftir því að allir svo kallaðir opnir tímar sem ég hafði rennt hýrum augum til liggja utan þessa tíma. Ég hef svolítið verið að ergja mig yfir því að hafa ekki ígrundað þetta betur og finnst jafnvel að ég hafi ekki verið upplýst þegar ég gerði samninginn sem er til árs. Á móti kemur að ég er ekkert viss um að ég hefði gaman að einhverjum opnum tímum sem heita:Súperátak, eftirbruni eða spinning
Líkamsrækt mín byggir nefnilega fyrst og fremst á einu grundvallaratriði, þ.e. að gera einungis það sem mér finnst skemmtilegt. Þegar ég varð afhuga íþróttum á menntaskólaárum mínum (trúlega nokkuð algengt) en fannst gaman að stunda íþróttir á Eiðum en þar hafði ég frábæran karlkennara, Björn Magnússon. Hann gerði engan greinarmun á íþróttum stráka og stelpna svo við fengum að taka talsvert á. Seinna miklu seinna þegar ég fann að ég var öll að stirðna af hreyfingarskorti sótti ég tíma hjá Gígju Hermannsdóttur sem var frábær kennari. Þegar ég flutti frá Reykjavík til Borgarness fannst mér verst að missa af tímunum hjá Gígju. Ég þurfti þó engu að kvíða í þeim efnum því þar kynntist ég Írisi Grönfeld sem sagði öllum til í því sem þeir þurftu. Hjá henni stundaði ég hoppleikfimi (aerobic), þolhlaup og kraftlyftingar. Íþróttaferill minn hefur aldrei risið hærra en þegar ég var í Borgarnesi og þökk sé Írisi.
Og nú er ég loksins komin að efninu, þ.e. því sem ég ætlaði að skrifa um. Aðstaðan til lyftinga var ekkert sérstök í Borgarnesi á þeim tíma. Mörg tækin voru heimatilbúin en þau gerðu sitt gagn. Meira að segja hlaupabrettið, til að hita upp á, var búið til úr gömlu færibandi. Frábær smíð. En af hverju er ég að skrifa allt þetta? Líklega af því ég hef komist að þeirri niðurstöðu að það sé íþróttakennarinn sem gerir útslagið á hvernig þér líkar og hvernig þér gengur.
Spurningin er á ég að kaupa mér einkaþjálfara? Eiginlega finnst mér það of dýrt og svo er ég hrædd við að kaupa köttinn í sekknum. Og til hvers að fá í hendurnar þjálfunarplan ef þú vilt bara gera það sem þér finnst skemmtilegt.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 4
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 93
- Frá upphafi: 190902
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 75
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.