18.8.2010 | 18:44
Ég hef fallið fyrir Fallada
Það er komið að leikslokum í bókinni Jeder stirbt für sich allein sem ég les á ensku, Alone in Berlin. Vinkona mín kom til mín með þessa bók og sagði: Þú verður að lesa þetta. Ég hefði að sjálfsögðu frekar viljað lesa hana á þýsku, því ég er að reyna að læra þýsku og hugsaði. Það er best að glugga í þetta og ákveða síðan hvort ég kaupi hana handa mér á þýsku. Og ég byrjaði að lesa og gat ekki hætt. Nú er sem sagt komið að leikslokum, aðalpersónurnar Otto og Anna bíða dauða síns en þau hafa það til saka unnið að dreifa heimgerðum póstkortum með mótmælum gegn Hitler. Þau vissu vel hversu mikla áhættu þau tóku en höfðu innst inni vonast til að sleppa, vera nógu varkár og ekki gera nein mistök. Persónurnar byggja á sögu fólks sem var til í raunveruleikanum, Otto og Elise Hampel. Aðrar persónur sögunnar eiga líka flestar einhverjar hliðstæður í raunveruleikanum. Það sem gerir það svo merkilegt við að lesa þessa bók er sagan á bak við söguna og ekki síður saga tilurðar hennar og saga höfundarins Falluda. Falluda hafði frá unga aldri átt erfitt og hafði oft þurft að leggjast inn á geðsjúkrahús. Hann var líka illa haldinn vegna neyslu áfengis og eiturlyfja. Eftir stríðið fékk Falluda i hendur málskjöl hjóna sem vildu leggja sitt að mörkum til að berjast gegn ógnarstjórninni í Þýskalandi. Það var vinur hans J.R. Becher sem lét hann hafa þessi skjöl. Becher vildi með þessu reyna að ná tvennu fram. Í fyrst lagi hélt hann að það myndi hjálpa Falluda að vinna bug á veikindum sínum ef hann byrjaði að skrifa aftur og í öðru lagi taldi hann að það gæti hjálpað þýsku þjóðinni að vinna sig út úr sínum alverlega vanda ef hún fengju að kynnast sögu þessara hugrökku hjóna. Þótt hvorugt þessara markmiða næðist, Falluda dó áður en bókin kom út og hjónin eru alls engar hetjur í endursögn hans, hefur þetta framtak Beckers orðið til að við, heimurinn hefur eignast meistaraverk.
Í bókinni er ekki nokkur hetja. Bara nokkrar venjulegar manneskjur en flestir flestir eru ómerkilegir og margir beinlýnis vondir, drullusokkar eða aumingjar. Aðeins ein persóna sem bókin fjallar um virðist geta átt sér einhverja framtíð. Það er drengurinn Kuno Kienschaper.
Þessi bók lætur engan í friði og þannig eiga bækur að vera. Í gær fór ég beina leið á bókasafnið og náði mér í nýja bók eftir Fallada: Kleiner Mann - was nun? en hún er líklega eina bókin eftir Fallada sem hefur verið þýdd á íslensku (af Magnúsi Ásgeirssyni) og til að flýta fyrir mér fékk ég mér íslensku þýðinguna líka.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 2
- Sl. sólarhring: 25
- Sl. viku: 91
- Frá upphafi: 190900
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 73
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fall er fararheill.
Erling Olafsson (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 19:30
Mikið er gaman að lesa bloggið þitt mín kæra ... haltu áfram ég bíð spennt ! Takk fyrir síðast og hittumst fljótt aftur. Kveðja Bryndí.
BG (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 09:35
Það gleður mig að fá svona kveðju. Það eru svo fáir sem lesa mig
bergthora gísladóttir (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.