15.8.2010 | 12:21
Hundeltur
Enn hentar mér best að nota líkingar úr gamla sveitamálinu. Það er leiðinlegt að þurfa að horfa upp á það háttalag sem andstæðingar Gylfa og eða ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur hafa notað í umræðu sinni um frammistöðu viðskiptaráðherra. Hann er hundeltur af hælbítum. Af hverju geta menn einfaldlega ekki rætt stjórnmál af skynsemi á grundvelli þeirrar einföldu staðreyndar að við erum gjarnan ósammá og leitast við að færa rök fyrir því hvað að baki liggur. Oftast nær er ástæðunnar að leita í því að við höfum ólíka grundvallarsýn. Afstaða okkar til einstakra mála mótast oftast af því. Ég hef ekki hugmynd um hvar Gylfi stendur í pólitík en veit fyrir hverja hann vinnur. Ástæðan til þess að fyrir því að ég blanda mér nú í pólitíska umræðu er vandlæting. Hvað sem öðrum finnst nú um það. Ég er sannfærð um að umræða af þessum toga skaðar lýðræðið í landinu, því það þarf á heiðarlegri en ekki afvegaleiddri umræðu að halda. Ég veit nefnilega að Gylfi Magnússon var ekki að skrökva, ljúga eða fara með ósannindi. Ég veit það vegna þess er ég er mannþekkjari og er þeim eiginleikum gædd að ég sé hvenær fólk er að ljúga. Það er ekkert yfirskilvitlegt við það, ég hef einfaldlega lært þetta á langri æfi. Og það sem meira er ég efast hreinlega um að Gyldi kunni að ljúga ég óttast að hann sé að vissu leyti heftur á þessu svið en þannig fólk er til. Ég segi óttast vegna þess að á vissan hátt er þetta veikleiki a.m.k. þegar að pólitík kemur en margir stjórnmálamenn eru hreinir snillingar í að segja ósatt eða hálfsatt.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að ræða stjórnmál og hafa eitthvað fram að færa (sem fólk oftast hefur) væri nær að ræða um verk Gylfa og hvað þær mætti bæta og eða laga. Ég er t.d. sjálf með efasemdir um hvort rétt hafi verið staðið að því að bæta stöðu almennings því ekki má gleyma því að það er hinni almenni borgari í landinu sem hefur farið verst út úr hruninu en ekki endilega þeir sem mest hafa tekið að láni og fjárfest. En nú er ég e.t.v. komin út fyrir efnið sem er: Ekki slást í hóp vargahjörð sem eru hælbíta.
Í stað þess að hundelta Gylfa væri þarfara að skoða verk hans. Ég efast t.d. um hvort hann eða ríkistjórnin þyrfti ekki að endurskoða eða skoða nánar hvernig tekið er á skuldamálum almennings. Alla vega væri full þörf á að kynna betur það sem gert er því það er leiðinlegt að hlusta stöðugt á endalaust tal um að ekkert hafi verið gert. Reyndar er ég alltaf á verði þegar talað er í alhæfingum. Oftast er alhæfing innihaldslaus (þetta er reyndar alhæfing og í því felst mótsögn að ætla að sanna mál sitt með henni).
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.9.): 0
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 75
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 63
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.