Að vera eða ekki vera - á feisbók

Stundum læðist að mér sú tilfinninga að eiginlega skammist ég mín svolítið fyrir að vera á feisbók. Ég er ekki alveg viss um hvers vegna. En dettur í hug að það sé annað hvort vegna þess að mér finnist tíma mínum ekki nógu vel varið. Eða er það vegna þess að ég einhverra hluta vegna á ekki heima þar. Er það kannski vegna þess að mér finnst ég opni mig um of og hleypi fólki of nærri mér? Ekki getur ástæðan verið að feisbókarvinirnir mínir séu ekki góðir, skemmtilegir og til fyrirmyndar.

Ég er sem sagt í góðum félagsskap. Ég man eftir því þegar ég stóð fyrst frammi fyrir því að velja hvort ég ætti að vera á feisbókarfélagi eður ei. Sonur minn setti mig barasta inn si svona og sagði:Þetta er eitthvað alveg fyrir þig mamma. Ég varð hrædd og reið og fannst eins og að ég væri að missa stjórn á lífi mínu og lét hann taka mig hið snarasta út aftur. Ég var samt ekki alveg sátt við sjálfa mig því ég hef einsett mér að slá aldrei hendinni á móti góðri tækni. Þ. e. ef hún hentar mér. Tæki og tækni eru tvö af fjölmörgum áhugamálum mínum. Ég ákvað því að gerast feisbókarmeðlimur að nýju, á minn hátt og mínum hraða. Ég lét hann (soninn) eða dóttur mína setja mig inn aftur (ég er nefnilega einnig þannig að ég hafna aldrei góðri hjálp ef mér býðst hún). Ég fékk mér átta vini og fetaði mig hægt og gætilega inn í feisbókarlandið. Allt í einu fæ ég skilaboð frá vini vinar (feisbókarmál). Hún spurði:hvurs lags aumingi ert þú að eiga einungis 8 vini. Hvað ert þú eiginlega að gera á feisbók, sagði hún. Og nú var ég alvarlega að hugsa um að hætta fyrir fullt og allt. En kjarkurinn kom fyrst með reiðinni, ég kann ekki við að fólk sé að hafa skoðun á því sem því kemur sko ekkert við. Seinn kom innsæið um að líklega væri stúlkan bara að gera að gamni sínu og ég bað hana að gerast vinur minn. Síðan hefur vinum mínum fjölgað smám saman en ég vil ekki hafa þá allt of marga svo ég geti sinnt þeim. Ég hef haft sérstaka ánægju af því að leita uppi Breiðdælinga sem ég þekki og fjölskyldu mína sem hefur lengi verið svo langt í burtu frá mér.

Að lokum.Ég veit að það er mörgum líkt farið og mér, þeir eru hikandi við að notfæra sér tækni feisbókarinnar og ég sakna þeirra. En þá er gott ráð. Farið ykkur hægt, takið ykkur þann tíma sem þið þurfið og samþykkið bara vinarbeiðni þeirra sem þið treystið vel. Í gær hitti ég konu sem sagði mér að hún væri með tvo vini og að hún notaði dulnefni svo það væri engin leið fyrir mig að finna finna hana þótt ég gjarnan vildi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.9.): 4
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 190862

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband