Afganistan: Styrjaldir og réttlæting þeirra

Þegar ég í kringum 1980 lagði stund á uppeldisfræði við háskólann í Uppsölum stóð ég frammi fyrir því að bæta við aukagrein til að punktasafn mitt nægði til útskriftar. Fyrir valinu varð kúlturantrópólógi. Ég hef aldrei séð eftir því vali því bæði færði hún mér margt nýtt og ég var bæði ánægð með kennara og samnemendur. Fræðileg undirstaða var vönduð og það var líka leitast við að kynna fyrir okkur vinnu á vettvangi einkum útfrá aðferðafræði. Einu sinni fengum við fræðslu um lífshætti fjölskyldna í fjallahéraði og fyrirlestrinum fylgdi myndband. Þetta var nokkuð stór fjölskylda, karlar, konur og börn. Það sem vakti athyli mína þá og situr í mér enn er hið algjöra valdaleysi og varnarleysi kvennanna og hin sérstaka menntun sem drengurinn í fjölskyldunni fékk. Hann var enn að læra að lesa og æfði sig að lesa í Kóraninum sem hann skyldi ekki orð í því fjölskyldan skildi ekki arabísku. Sovétríkin höfðu 1979 ráðist inn í landið til að tryggja átök sín. Hin sovétsinnaða ríkisstjórn í Kabul sætti árásum frá skæruliðahreyfingum studdum af ættarhöfðingjum. Innrás Sovétmanna var almennt fordæmd á Vesturlöndum og mér fannst þá að fordæmingin væri réttmæt.

Eftir að ég horfði á myndina fóru að vakna hjá mér efasemdir. Mér fannst ástandið, kúgun kvenna og fleiri hópa vera svo alvarlegt mál að ég spurði sjálfa mig spurninga. Væri ekki bara gott að fá Rússa þarna inn til að taka til í þessu kúgaða landi. En Rússarnir gerðu síður en svo gagn og það hafa núverandi stríðsherrar, hvort sem þeir eru heimamenn eða kenna sig við alþjóðasamfélagið, ekki gert heldur. Og það koma aldrei með að gera. Fólki verður tíðrætt um Alþjóðasamfélagi eins og sú nafngift sanni ein út af fyrir sig að það sem verið er að gera í Afganistan sé gott eða nauðsynlegt. Rökstuðningurinn núna er tvíþættur: 1. Að vinna sigur á Talibönum ( knésetja Al-Quaeda-hryðjuverkasamtökin og góma Osama bin Laden um leið, hvernig sem það nú tengist). 2. Að styðja þjóðina í átt til lýðræðis. Hvort tveggja göfug markmið en hver trúir þeim? Ef réttlætingar styrjalda í gegnum söguna eru skoðaðar, eiga þær flestar það sannmerkt að þær eru eftir á skýringar, það er skýringar búnar til eftir að ráðamenn hafa ákveðið að fara í styrjöld. Stríðsreksturnn núna í Afganistan er jafn vitlaus nú og hann var á dögum Sovét. Það er kominn tími til að við lærum að við kennum engum neitt með byssu í annarri hendinni og predikanabók í hinni hversu svo sem þessar byssur og predikanir eru góðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 190844

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband