12.7.2010 | 15:35
Dýr í borg
Þar sem ég er upprunalega sveitastúlka átti í í fyrstu talsvert langt í land að átta mig á því að fólki gæti liðið vel í borg. Ég fór varlega í aðlöguninni og hóf hana á Akureyri en flutti síðan til Reykjavíkur eins og svo margir. Síðan hef ég búið í nokkrum borgum en engri verulega stórri og ég hef komist að því að það er hægt að lifa ágætis lífi í borg en maður þarf að hafa talsvert fyrir því. Ein leið sem ég hef fundið til að mér líði vel er að ég hef megnið af tímanum haft ketti. Ég held að kattahald sé einhver ódýrasti lúxus sem fólk getur látið eftir sér.
Og nú er ég komin að kjarna þessara hugleiðinga. Nú um þessar mundir bý ég í blokk og get því miður ekki leyft mér slíkan lúxus en hef þó í tvígang tekið að mér dýr í umsjón og pössun. Ég hef reynt að fara með þessar elskur út að ganga en það skilaði lítilli ánægju fyrir mig og ég held enn minni ánægju fyrir kisurnar. Það kom nefnilega í ljós að leiðir okkar og áhugamál lágu ekki saman. Þegar ég vildi skoða blómin vildi kisa fara inn í runna og þefa af hinu og þessu eða hún vildi komast undir skúrinn sem stóð við gönguleiðina því þar fann hún einhverja lykt sem henni geðjaðist að. Trúlega mýs eða rottur. Þessi kisa hafði að vísu alveg eins og ég áhuga á fuglum en hann var af allt öðrum toga. M.a. vegna þessarar lífsreynslu varð ég leið þegar ég horfði á fréttina frá Árborg um reglur sem þeir/þau ætla að setja sér um kattahald. Þessar reglur eru nefnilega ekki um kattahald heldur miklu frekar um að það er verið að takmarka tækifæri fólks sem hefur ánægju af dýrahaldi. Fréttinni frá Árborg fylgdi innskot, viðtal við mann með kött sem þjáðist af offitu (þ.e. kötturinn) og mér leið illa. Ég get vel skilið að það hafi ekki allir gaman af köttum frekar en allir hafa gaman af því að horfa á fótbolta en okkur ber þó að virða ólík áhugamál og gleðjast yfir því að vera ekki öll eins.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður pistill, innilega sammála þér. Við eigum þessa jörð ekki, svo okkur ber að deila henni með þeim sem hana byggja.
ASE (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 16:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.