Hvenær hefst lygin?

Í bókinni De fattiga i Lodz segir Steve Sem-Sandberg frá svari rabbína Frajenrs við spurningunni, hvenær hefst lygin. En bókin De fattiga i Lodz er um gettóið í Lodz í Póllandi http://en.wikipedia.org/wiki/Ghetto_Litzmannstadt.

Rabbíninn segir:Lygin á sér enga byrjun. Lygin er eins og rót sem greinist til hins óendanlega niður á við. Maður fylgir þráðunum niður á við en finnur aldrei eitt einasta augnablik sannfæringar eða skýrleika, einungis óbærilega örvæntingu og uppgjöf. Lygin byrjar alltaf á afneitun.

Ég hef verið að spyrja sjálfa mig að því, meðan ég hef verið að lesa bókina De fattiga í Lodz, af hverju ég sé að leggja það á mig að lesa þessa átakanlegu bók um þessar löngu liðnu hörmungar. Kannski hefði ég aldrei lesið bókina nema af því að höfundurinn fékk Augustprisen í Svíþjóð (kennd við Ágúst Stirndberg). Í dag sannfærðist ég þó um gagnsemi þess að lesa einmitt þessa bók en það var á fundi Félagsins Ísland Palestína þar sem rætt var um nauðsyn þess að sniðganga öll samskipti við Ísrael. Á fundinum var m.a. rætt um múrana sem búið er að byggja í kringum fólkið. Það sló mig hversu sambærilegt allt er við uppbyggingu Gettóanna í seinni heimstyrjöld. Hvernig vísvitandi er verið að takmarka og eyðileggja líf venjulegs fólks. Hvernig allt sem er eðlilegt líf er gert eitthvað sem þarf að sækja um til herraþjóðarinnar, hvernig fólk er niðurlægt og síðast og ekki síst þessi stöðuga ógn um dauða og útrýmingu.

Lygin byrjar á afneitun segir rabbíninn en það er einmitt það sem vestrænar þjóðir gera. Þær afneita því að það sé eitthvað bogið við það hvernig Ísrael hagar sér, þær láta eins og ekkert sé og keppa meira að segja við þetta glæpaland um hver syngi og búi til besta tónlist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband