27.5.2010 | 12:37
Þýsk - íslenska blámeisubókin
Þótt bókasöfn séu dásamleg fylgir þeim sá ókostur að maður þarf á endanum að skila bókum. Stundum er það erfitt því bækurnar vilja ekki fara heim í bókasafnið upp í hillu þar sem þær fá allt of litla athygli. Í dag þarf ég að skiljast við nokkrar bækur sem hafa glatt mig mikið. Ein þeirra heitir BLUE TIT, Das deutsch - isländische Blaumeisenbuch, Þýsk íslenska blámeisubókineftir Wolfgang Müller. Þetta er óborganleg bók á þýsku og íslensku þar sem þessi þýski Íslandsvinur lýsir Íslandi og Íslendingum út frá sínu sjónarhorni. M.a segir hann frá ferð sinni um Austfirði þar sem hann ferðast um með gallað Íslandskort og reynir að leita skýringa á því sem er misvísandi milli kortsins og veruleikans sem hann upplifir. Hann skrifar m.a. yfirvöldum á svæðinu virðuleg bréf og fær sem betur fer jafn virðuleg svör til baka. Af hverju eru t.d. tvær Breiðdalsvíkur og af hverju stendur á skilti að önnur Breiðdalsvíkin heiti Stöðvarfjörður. Hann lætur sér detta í hug að þarna geti legið pólitískar ástæður að baki og tekur sem dæmi að Karl Maxburg í Þýskalandi hafi verið breytt í Chemitz og Leningrad í Rússlandi í St. Pétursborg. Þetta er sem sagt forkostuleg bók og engin vegur að lýsa henni. Sveitastjórnarmenn á Austfjörðum leiða hann í allan sannleikan um hvar þessir staðir eigi að vera.
Önnur bók sem ég þarf að skila í dag er bók eftir Günther Grass sem heitir Fündersachen für Nichtleser. Hún er í stóru broti og hverju ljóði fylgir mynd, reyndar er ljóðið einnig hluti af myndinni. Ég hef notað þessar bækur við að læra þýsku og þær gleðja hjartað. Hér kemur eitt ljóð úr bókinni:
Heiterer Morgen
Nachdem ich meine unteren
und oberen Zähne
aus dem Glas genommen,
mir eingesetzt,
sie angesaugt habe,
lächle ich dem Spiegel zu
und lasse dem Tag beginnen.
Þetta er fyrsta ljóð sem ég hef lesið um falskar tennur. Ljóðinu fylgir mynd af tönnum sem brosa. Ég vorkenni bókunum að fara aftur í bókasafnið og vona fyrir þeirra hönd að næstu lesendum kunni eins vel að meta þær og ég.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.8.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.