Fyllirísferðin mikla

Vegna ferðar sem stendur til hef ég verið að glugga í  ýmislegt sem viðkemur Austfjörðum. En það er því miður allt of lítið bókfest um þennan ágæta landshluta. Ég datt ofaní að lesa um ferð Jónasar Hallgrímssonar 1842. Fyllirísferðin miklaer fyrirsögn Páls Valssonar á kafla sem fjallar trúlega um eitt stærsta rannsóknarferðalag sem farið hefur verið á Íslandi. En þá fór Jónas Hallgrímsson rannsóknarferð um Suður og -Austurland. Eftir að hafa skoðað hugleitt aðstæður og reynt að setja mér fyrir sjónir ferðlag þriggja manna með 9 hesta og allan útbúnað sem til þurfti finnst mér merkilegt að láta sér detta í hug að fararstjórinn hafi verið fullur allan tímann. Einkum og sér í lagi er þetta ótrúlegt þegar vitað er að eftir hann liggja merkilegar athuganir sem hann gerði í þessari ferð sinni. Ég veit ekki hvort nokkur maður sem ekki hefur reynslu af því að ferðast með hestalest getur sett sér fyrir sjónir sér slíkt ferðalag en það er sko meira en að segja það. Í bernsku hafði kom það ekki ósjaldan í minn hlut að fara með heybandslestir þegar hey var reitt heim af engjum. Auðvitað er því ekki saman að jafna við margra daga lestarferð yfir erfið vötn og misgóða fjallvegi en það gaf mér þó nokkra nasasjóna af því hvernig er að ferðast með lest. Það er merkilegt að slá þessu með drykkjuskapinn föstu á grundvelli einhvers söguburðar og svo ber að hafa í huga að Íslendingar voru ekki frekar en aðrir á þessum árum óvanir því að þekkja til hegðunar fullra manna. Það er eitthvað dularfullt við sögurnar um Jónas og brennivínið. Var e.t.v. eitthvað annað í fari Jónasar sem menn felldu sig ekki við á þeim tíma og hvað gæti það þá hugsanlega verið.

Í ferðlaginu okkar í sumar verða notaðir aðrir fararskjótar og vonandi veður sú ferð aldrei kölluð fyllirísferðin mikla. En væri ekki freistandi að feta í fótspor Jónasar og fara á hestum, gista í tjöldum og gera jarðfræðilegar athuganir og kynnast mannlífinu í sveitunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hárrétt athugun og niðurstaða, Bergþóra.

Guðrún Ægisdóttir (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.8.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 190771

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband