24.5.2010 | 12:59
Hvað hefur orðið af gömlu hvítasunnuhátíðahöldunum
Á tímabili einkenndist hvítasunnuhelgin af því að hópar ungmenna flykktust út úr bænum og tjölduðu í guðs grænni eða guðsgrárri náttúrunni og stóðu fyrir hátíðahaldi með sínu lagi. Þessar hátíðir þóttu nauðsynlegar, einhvers konar manndómsvígsla og voru á einhvern hátt rökrétt framhald af fermingunni. Vín var haft um hönd rétt eins og í sjálfri fermingunni en trúlega í fleiri og stærri skömmtum. Fullorða fólkið hafði sem von var áhyggjur af framvindu þessara hátíðahalda og fréttir fjölmiðla voru helgaðir frásögum af því hvar unga fólkið hefði slegið sér niður og hvernig því vegnaði.
Ég veit ekki hvenær þessi siður lagðist af eða hvað varð til þess og þaðan af síður hvað ungt fólk tekur sér fyrir hendur nú á hvítasunnu en þykist þess fullviss að það séu ekki tjaldferðir og náttúruskoðun.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.8.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.