Ég á bágt

Ég á bágt, mér leiðast svo skemmtikraftar. Þetta er búið að vera vandamál lengi og það hefur fyrst og fremst verið vandamál vegna þess að ég hef átt erfitt með að tala um það. Ég hef átt erfitt með að tala um það vegna þess að ég hef ekki mætt skilningi viðmælenda minna sem byrja strax á að flokka mig sem: nr. 1 leiðinlega, nr. 2 einhverja sem skilur ekki brandara eða nr. 3 einhverja sem alltaf er á móti. Allt eru þetta óákjósanlegir eiginleikar sem ber að þegja um. Ég hef því reynt eftir megni að lifa með þetta og láta sem ekkert sé. Ef ég lendi í aðstæðum þar sem ég þarf að sitja undir því að skemmtikraftur skemmtir mér, læt ég sem ekkert sé, er kurteis og reyni að brosa eða hlæja á réttum stöðum. Þótt maður hafi ekki gaman af skemmtikröftum inniber það ekki að manni finnist allt leiðinlegt eða kunni ekki að meta góða fyndni þegar hún hlotnast manni við eðlilegar aðstæður þar sem hún á við. Maður þarf þó ekki endilega að hlæja, heldur lyftist hugur manns og það streymir um mann einhver konar notaleg snögg hlýja. Sem betur fer þekki ég mikið af skemmtilegu fólki sem gleður mig.

Fyndni getur stundum verið fyrirhafnarsöm en það er á sig leggjandi ef hún er góð og hlýjar manni. Bók Rabelais Gargantúi og Pantagrúll er 907 blaðsíður í íslensku útgáfunni og er þá allt talið, sagan eða sögurnar (bækurnar), athugasemdir og skýringar og fleira. Rabelais fann gleðina í mótsögnum lífsins sjálfs. 

En af hverju er ég að velta þessu fyrir mér? Jú vegna þess að mér stendur stuggur af flokki sem hefur það eitt á stefnuskrá sinni að skemmta mér og öllum borgarbúum næstu fjögur árin. Mér finnst hræðilegt til þess að hugsa. Líklega verð ég að halda mig frá fjölmiðlum og nota bókasafnið í staðinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Umm, skemmtikraftar í pólitík, fengum við ekki nóg að Davíð???

erling (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband