Tugthúsið

B42FB887-88A8-4110-92A8-6B2E30656564Fátt er svo með öllu illt að….

Ég varð mér úti um leiðindapest á ferðalagi mínu um Skotland. Kvef, flensu, kóvít, eða eitthvað þaðan af verra. Ég var ekki sárþjáð en nóg samt til að ég varð að hafa hægt um mig, lá fyrir og las/hlustaði.

Ein bókanna sem ég las var Tugthúsið, söguleg skáldsaga eftir Hauk Má Helgason.

Tugthúsið var byggt á árunum 1761 til 1771. Það var svar Dana við ósk Íslendinga um að fá að hengja afbrotamenn í stað þess að kosta þá út til Danmerkur til að refsa þeim.  

Það erfiðast að breyta hugarfari

Þetta voru umbrotatímar, upplýsingastefnan vildi láta „betra“ afbrotamenn í stað þess að refsa þeim. En orð og gjörðir ganga ekki alltaf í takt og þannig var því farið um framkvæmd þessara umbóta. Orðatiltækið „ það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja“ kom ekki til af engu. Fyrst þurftu fangarnir að bera grjótið í bygginguna, síðar, þegar hún var fullbyggð, voru þeir leigðir út  til að afla tekna til að reka stofnunina.Hún átti helst að vera sjálfbær. Fangarnir voru beittir miklu harðræði. En verst var hungrið.

Húsið

 Miðað við íslenskar aðstæður þá var þetta fyrirmyndarhús og föngunum hefði getað liðið vel og jafnvel „betrast“ . En annað var uppi á teningnum. Þeir sultu og þeim var þrælað út og þeir voru beittir ofbeldi. Þeir hrundu niður.

Þessu lýsir Haukur Már öllu. Hann nefnir nöfn fanga og segir frá bakgrunni þeirra. Þetta er erfið og átakanleg lesning. Eins og að lesa um Auschwits .

Ég hafði tvisvar áður hafið lestur á bókinni en gefist upp.

Í þriðja skipti tókst lesturinn.

Lokaorð

Þetta er efnismikil og fræðandi bók. Nú velti ég fyrir mér, hvort við getum lært eitthvað af henni. Ég veit ekki betur en að enn séu uppi hugmyndir um að fangelsun eigi að betra fólk. En gera þau það?Ég veit það ekki. En það sem við höfum þó lært er að fyrirbyggjandi vinna er best og skilar mestum árangri.


Bloggfærslur 29. júní 2023

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband