Skuggi ástarinnar: Mehmed Uzum

D893FA04-A674-4203-A84C-D66C1175F984
Ég hélt að bókin væri öðru vísi. Ég vissi að hún fjallaði um frelsisbaráttu Kúrda og hafði búið mig undir skelfingu og óhugnað. En sú varð ekki raunin.

Það er tilviljun sem ræður því að ég hef um árabil fylgst með vonlítilli baráttu Kúrda fyrir rétti sínum sem þjóð. Það sem réði því að ég vissi um tilvist þeirra yfirleitt,var að sveitungi minn, Dagur Þorleifsson, sem nú er látinn,var fyrstur Íslendinga (að ég held) sem vakti máls á þvi óréttlæti,sem þeir urðu að búa við. Og auðvitað var ég áhugasöm um að lesa það sem sveitungi minn skrifaði um þetta mál. Hann fór sem ungur maðir á slóðir Kúrda og setti sig inn í aðstæður. En aftur að bókinni. 

Bókin Skuggi Ástarinnar eftir Mehmed Uzum er söguleg skáldsaga um Memduhs Selim sem var kúrdiskur menntamaður og leiðtogi Kúrda á árunum 1927-1939, þegar þeir gerðu uppreisn gegn Tyrkjum.

Þetta er þó fyrst og frems ástarsaga full af trega.  Í upphafi sögunnar dvelur  Mehmed Selim í útlegð vegna skoðana sinna. Hann er fyrst og fremst menntamaður með áhuga á listum. Hann verður ástfanginn af ungri konu, biður hennar og fær jákvætt svar. Þau gera áætlanir um brúðkaup en hann vill bíða þess að faðir hans og systir komist. Meðan beðið er hefst uppreisnin sem kennd er við Ararat. Hann er kallaður á staðinn og fer þangað.  Síðan líða 3 ár. Á meðan bíður brúðurin eftir brúðkaupi. Loks gefst hún upp og giftist öðrum manni. Uppreisnin er bæld niður. Þegar Mehmed kemur til baka grípur hann í tómt. Hann reynir að fá giftingunni rift en það tekst ekki. Þannig verður hann fyrir tvöföldu áfalli, tapar í stríðinu við Tyrki og missir frá sér konuna sem hann elskar. 

Síðar giftist hann annarri konu en það er ekki stóra ástin. Ég ætla ekki að rekja söguna frekar en víkja að stílnum. Sagan er lágstemmd og minnir stundum meira á ljóð en sögu. Nú veit ég ekki hvernig hún hefur hljómað á frummálinu, en þannig virkar hún á mig í íslenskri þýðingu Einars Steins Valgarðssonar. Það er Olga Guðrún sem les.

En til baka til höfundarins Mehmed Azum. Mig grunar að hann eigi margt sameiginlegt með sögupersónu sinni. Hann þurfti eins og hann að flýja land og valdi Svíþjóð. Þar bjó hann árum saman. Þegar ég var í Svíþjóð við nám man ég eftir hópi kúrdiskra karlmanna á Karólinska bókasafninu. Ég sé þá enn fyrir mér, alvarlegir svartklæddir menn sem töluðu mál sem ég þekkti ekki.

 


Bloggfærslur 11. júní 2022

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 12
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 190427

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband