Eldum björn: Mikael Niemi

C909AB31-C287-45D4-B41E-05D646ADF4C8Eldum björn

Um leið og ég sá að búið var að lesa Eldum björn inn hjá Hljóðbókasafninu, vissi ég hvaða bók ég myndi lesa næst. Bókin er eftir Mikael Niemi og bækur hans eru ómótstæðilegar. Hann sló í gegn með Rokkað í Vitula, sem er galsafengin æsku og uppvaxtarsaga unglinga á landsbyggðinni í Norður-Svíþjóð.  Það sem gerir hana sérstaka er að hún er skrifuð á því máli sem sem hann ólst upp við. Það er að segja finnskuskotinni sænsku kryddaðri  samísku. Ég las þá bók á frummálinu og átti fullt í fangi með það..

Í þessari bók Eldum björn, sækir hann efnivið aftur í tímann og byggir söguna að hluta til á atburðum , sem gerðust um miðja 19. öld. Önnur aðalpersónan er kennimaðurinn og náttúrufræðingurinn Lars Levi Læstadius.Hann hafði fengið það verkefni að kristna Samana og endaði með að koma af stað trúarhreyfingu sem mér skilst að sé enn við líði.

Í bók Niemi, Eldum Björn, hefur Læsta-dius tekið að sér samiska drenginn Jussa sem hann kennir að  lesa og skrifa. Þegar óhuggulegir hlutir fara að gerast í sókninni umbreytast  þeir tveir í   nokkurs konar Scherlock  Holmes og Watson

Læstadius fer á vettvang og rannsakar verksummerki í ljósi vísindalegrar þekkingar. Jussi hlustar og skráir. Ekki gengur þeim þó allt sem skyldi. Valdastéttin tekur ekki mark á ábendingum þeirra. Að lokum beinist grunur að Jussa sjálfum.

Þetta er margslungin saga og á köflum groddaleg. Og auðvitað er hún líka sorgleg . Samarnir eru nánast flóttamenn í eigin landi. Hinn vel meinandi Læstadius þarf í senn að berjast við fáfræði og spillingu.

En þetta er ekki bara mögnuð glæpasaga, þetta er líka saga um ástina. Of svo er sagan fræðandi lesning um þetta tímabil í sænskri sögu. Ég (einu sinni kennari …)  hafði t.d. afar gaman að fræðast um lestrarkennsluna og um mátt stafanna.

Ég ætla ekki að rekja hvernig sagan endar. En veit að baráttu Sama fyrir mannréttindum er ekki enn lokið.    


Bloggfærslur 16. ágúst 2020

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 190986

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband