Útlagamorðin: Ármann Jakobsson


A0DAAC78-6EE1-4C28-9EF6-8184045B021E
Mig langar til að segja frá síðustu bók Ármanns Jakobssonar;Útlagamorðin. Þetta er sakamálasaga, sem gerist á Reykjum,friðsömum stað á Suðurlandi. Reykir eru tilbúinn staður, einhvers konar sambland af Selfossi, Flúðum og Hveragerði.

Fullorðin kona,  sem er úti að viðra hundinn sinn, kemur auga á lík í garði nágranna síns. Nýstofnað lögregluteymi frá Reykjavík er kallað til og morðrannsókn hafin. Í heimi glæpasagna liggja alltaf allir undir og þannig er er andrúmsloftið á Reykjum. Ekki bætir úr skák að þar er líka til staðar löng saga óupplýstra kattamorða og sumir spyrja gæti þetta verið sami maðurinn. Lögregluteymi Ármanns er afar trúverðugt. Í því eru tveir karlar og tvær konur, ólíkir karakterar. Ég hef mikla trú á  þessu lögregluteymi og finnst líklegt að Ármann eigi eftir að nota það í fleiri bækur. Ég held sem sagt að þessi bók sé fyrsta bók af röð bóka.

En þetta tiltekna mál er snúið og leysist ekki fyrr en rétt í lokin. Mér líst einnig þannig á Reyki að þar gætu dúkkað upp fleiri morð og hlakka til næstu glæpasögu frá Ármanni.

Styrkleiki þessarar bókar eru vel gerðar og áhugaverðar persónur. Bæjarlífið á Reykjum er ekki síður lifandi og trúverðugt. Og svo eru kattamorðin að sjálfssögðu enn óleyst, þótt það sé ekki verkefni fyrir morðteymi.


Bloggfærslur 27. maí 2020

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 190987

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband