27.5.2020 | 16:09
Útlagamorðin: Ármann Jakobsson
Mig langar til að segja frá síðustu bók Ármanns Jakobssonar;Útlagamorðin. Þetta er sakamálasaga, sem gerist á Reykjum,friðsömum stað á Suðurlandi. Reykir eru tilbúinn staður, einhvers konar sambland af Selfossi, Flúðum og Hveragerði.
Fullorðin kona, sem er úti að viðra hundinn sinn, kemur auga á lík í garði nágranna síns. Nýstofnað lögregluteymi frá Reykjavík er kallað til og morðrannsókn hafin. Í heimi glæpasagna liggja alltaf allir undir og þannig er er andrúmsloftið á Reykjum. Ekki bætir úr skák að þar er líka til staðar löng saga óupplýstra kattamorða og sumir spyrja gæti þetta verið sami maðurinn. Lögregluteymi Ármanns er afar trúverðugt. Í því eru tveir karlar og tvær konur, ólíkir karakterar. Ég hef mikla trú á þessu lögregluteymi og finnst líklegt að Ármann eigi eftir að nota það í fleiri bækur. Ég held sem sagt að þessi bók sé fyrsta bók af röð bóka.
En þetta tiltekna mál er snúið og leysist ekki fyrr en rétt í lokin. Mér líst einnig þannig á Reyki að þar gætu dúkkað upp fleiri morð og hlakka til næstu glæpasögu frá Ármanni.
Styrkleiki þessarar bókar eru vel gerðar og áhugaverðar persónur. Bæjarlífið á Reykjum er ekki síður lifandi og trúverðugt. Og svo eru kattamorðin að sjálfssögðu enn óleyst, þótt það sé ekki verkefni fyrir morðteymi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 27. maí 2020
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 190987
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar