Tveir metrar

 

E787EAB9-32B9-4D87-AE26-781A6D1980CCTveir metrar

Kóvítveiran breytir ekki miklu um daglega hegðan mína. Ég er á eftirlaunum og get skipulagt daginn eins og mér finnst best. Dagskrá mín er nokkurn veginn svona:

-Maðurinn undirbýr morgunmat og ég les/hlusta.  Það er setið lengi yfir morgunmatnum svo hann rennur saman við hádegið.

-Handavinnustund hjá mér, netstund hjá manninum.

-Hlustað á fréttir

-Útivist, gengið eða hjólað í 1-2 tíma daglega. Ég ætla ekki að rekja  dagskrá mína frekar er einmitt þetta, útivistin, sem hefur breyst. Allt í einu eru göngu- og hjólastígar fullir af fólki. Margir heilsa, ég heilsa á móti en aldrei að fyrra bragði.  Ástæðan er sú að á tveggja metra færi veit ég ekki hverja ég þekki og hverjir eru mér ókunnugir. Þá get ég ekki sett rétt blæbrigði í röddina. Röddin er ekki eins þegar maður heilsar vinum  og kunningjum eða þegar maður heilsar ókunnugu fólki. Jafnvel þótt maður mæti því oft. Þegar maðurinn er með mér getur hann hnippt í mig og sagt „þetta er…“um leið og hann hvíslar að mér nafninu. Ég er nefnilega sjónskert . Þó sé ég heilmikið en það er eins og fínu  drættirnir í andlitum fólks hafi máðst burt. Sama gildir um blessaða bókstafina. Ég greini ekki lengur fínu krúsidúllurnar sem aðgreina þá. Fólki finnst erfitt að átta sig á þessu, að manneskja sem getur hjólað og gengið sjái ekki almennilega  framan   í fólk og manneskja sem er sískrifandi, skuli ekki geta lesið. Það er skiljanlegt að  það sé  erfitt að átta sig á þessu, því auðvitað vita menn ekki að ég nota 48 punkta letur við skriftir og hlusta á eigin texta með hjálp talgervils.

En af hverju er ég að tjá mig um þetta einmitt núna? Ég held að  það geri þetta iðandi mannlíf á göngustígunum.Það er svo leiðinlegt að sjá ekki betur framan í manneskjurnar. Það er eins og maður sé í ókunnri borg. En þar sem ég veit að eina færa leiðin fyrir fatlaða er að beina huganum að því sem maður getur og víkja til hliðar því sem maður getur ekki. Þess vegna langar mig að biðja kunningja að kynna sig þegar þeir heilsa  á förnum vegi. Það er svo gaman að hittast þótt það séu tveir metrar á milli.  

Myndin sem fylgir er af götulistaverki eftir óþekktan höfund. Ég veit ekki hvort hún er af sólinni eða veiruna sem við óttumst öll.  

 

 


Bloggfærslur 17. apríl 2020

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband