22.3.2020 | 15:40
Sagan af Saur: Dæmisaga?
Í Heimskringlu er á einum stað sagt frá Eysteini illa Upplendingakonungi sem herjaði á Þrændur og sigraði. Hann bauð þeim að velja sér yfirvald og bauð þeim að velja á milli Þóris faxa, þræls hans eða hundsins Saurs. Þeir völdu hundinn af því þeir töldu að það væri vænlegra, þannig gætu þeir ráðið meiru um eigin hag. Í hundinn settu þeir þriggja manna vit dubbuðu hann upp með silfuról og gáfu eigin konunglega bústað. Ef færð varð saurug báru hirðmenn hann á herðum sér yfir svaðið. Hann gat gelt til tveggja orða og talað það þriðja. Hundurinn Saur (í Heimskringlu er stöðugt verið að segja frá því hvernig kóngar deyi) var rifinn á hol af úlfum þegar hann vildi vernda hjörð sína.
Þetta er lausleg endursögn á einni af þessum litlu sögum í Heimskringlu sem maður skilur ekki en ímyndar sér að sé gömul fyndni.
En í gær eða fyrradag þegar ég var að horfa á fréttirnar hrökk ég við. Mér fannst ég allt í einu greina dulinn sannleik í þessari undarlegu sögn.
Það var verið að sjónvarpa frá fréttamannafundi karlangans sem Bandaríkjamenn hafa kosið yfir sig og hann var að tala um lyf og kóvíd 19. Ég segi karlangann af því ábyrgðin er náttúrlega ekki hans, heldur hinna sem kusu hann til ábyrgðar. Var hugmynd þeirra e.t.v sú að þannig gætu ÞEIR ráðið meiru?
Myndin er af Heimskringlu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 22. mars 2020
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar