Landbúnarráðherra tekur heimspekilegan sprett

CF655497-2F75-49BA-BA17-87D4BE3BF7AB
Þetta var haft eftir landbúnaðarráðherra í gær:

"Talandi um frelsi sem bændur þrá og hafa að mörgu leyti vegna þess einfaldlega að fólk kýs sér atvinnu, kýs sér búsetu. Það er svona fyrsti kosturinn sem að við getum sagt að fólk hafi frelsi um að velja. Ég held að það sé engin goðgá að ætla það menn kjósi af mörgum ástæðum að stunda sauðfjárbúskap. Maður heyrir viðtöl við sauðfjárbændur og á samtöl við þau, þar sem þeir segja að þetta er meira lífsstíll heldur en spurning um afkomu.“  

 Ekki veit ég hvað  landbúnaðarráðherra var að  hugsa þegar hann lét þessi orð falla í gær á Alþingi.

Er hann kannski nýbúinn að lesa hugleiðingar Tolstojs um bændaánauðina í Rússlandi og hugur hans enn þar? Er hann að vísa til bókarinnar Kúgun kvenna eftir Stuart Mill.? Helmingur bændastéttarinnar eru  jú  konur.

Nei ég held að hann hafi tekið Lúther á þetta. Maðurinn er frjáls en með leiðsögn frá Guði.

En ef þetta er Lúther og nú satt og rétt hjá Lúther, hvers vegna gildir þetta ekki um annan atvinnurekstur?

Satt best að segja finnst mér eðlilegt að afgreiða þetta sem bull og það á landbúnaðarráðherra ekki að komast upp með. Hann er ekki réttur maður á réttum stað.

Myndin er úr Kverinu sem ég lærði, Veginum eftir Jakob Jónsson. Hún heitir Sáðmaðurinn


Bloggfærslur 7. október 2020

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband